Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202230
Páll
Guðmundur
ráðinn til ÍA
Páll Guðmundur Ásgeirsson hefur verið
ráðinn verkefnastjóri Knattspyrnufélags
ÍA og hóf hann störf á skrifstofu félags-
ins í síðustu viku. Páll hefur starfað við
ferðaþjónustu undanfarin ár, síðast sem
sölu- og markaðsstjóri hjá Laugarfelli á
Fljótsdalsheiði.
Um leið lætur Hlini Baldursson af
störfum hjá félaginu en hann hefur
ákveðið að leita á ný mið og hafið störf
hjá Margt Smátt Puma Team Sport í
Grafarvogi.
vaks
Víkingur Ó
með tap á
móti ÍR
ÍR og Víkingur Ólafsvík áttust við í 2.
deild karla í knattspyrnu á laugardaginn
og fór viðureignin fram í Breiðholtinu.
Víkingur komst yfir á sjöundu mín-
útu leiksins með marki frá Luis Romero
Jorge og þannig var staðan í hálfleik.
Jorgen Petterson jafnaði leikinn fyrir
ÍR á 58. mínútu og það var síðan Bragi
Karl Bjarkason sem tryggði sigur heima-
manna á 72. mínútu, lokastaðan 2-1
fyrir ÍR. Þegar sex umferðir eru eftir af
deildinni er Víkingur í níunda sæti með
16 stig, KF er með 15 stig, Reynir Sand-
gerði með tíu stig og Magni er neðstur
með níu stig. Efst er Njarðvík með 40
stig, Þróttur Reykjavík er með 35 stig og
Völsungur og Ægir með 29 stig. Næsti
leikur Víkings er í dag klukkan 18 gegn
Þrótti á Ólafsvíkurvelli. -vaks
Kári kominn í
sjötta sætið
Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Elliða
í 3. deild karla í knattspyrnu á föstu-
dagskvöldið og vann sigur með minnsta
mun, 1-0. Það var Fylkir Jóhannsson sem
skoraði sigurmark Kára í byrjun seinni
hálfleiks og þar við sat. Sjöundi sig-
urleikur Kára í sumar og er liðið í sjötta
sæti deildarinnar með 23 stig. Mikil
spenna er á toppi og botni deildarinnar
þegar sex umferðir eru eftir. Sindri, KFG
og Dalvík/Reynir eru efst og jöfn með
31 stig, Víðir í fjórða sæti með 29 stig og
KFS í fimmta með 26 stig. ÍH og Vængir
Júpiters eru sjö stigum frá öruggu sæti
með 13 stig og neðst er KH með 11 stig.
Næsti leikur Kára er gegn KFG á Sam-
sung vellinum í Garðabæ næsta föstu-
dag og hefst klukkan 19.15. -vaks
Hvaða lið verður enskur
meistari á þessu tímabili?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Rudolf B. Jósefsson
„Manchester City.“
Sturla Magnússon
„Manchester United.“
Viktor Sturluson
„Arsenal.“
Hilmir Hjaltason
„Manchester City.“
Jóhannes Ólafsson
„Liverpool.“
Daniel Ingi Jóhannesson varð 1.
ágúst síðastliðinn yngsti leikmaður
ÍA í sögunni til að spila leik í efstu
deild karla er hann kom inn á í leik
ÍA og Breiðabliks á 85. mínútu í
Bestu deild karla í knattspyrnu.
Metið átti Sigurður Jónsson en
hann var 15 ára og 298 daga gamall
þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í
efstu deild fyrir ÍA árið 1981.
Daniel var 15 ára og 119 daga
gamall þegar hann kom inn á í
leiknum á móti Breiðablik og sló
hann einnig met sem Ísak Berg-
mann Jóhannesson eldri bróðir
hans átti í deildarleik fyrir ÍA. Sá
leikur var á Akranesvelli árið 2018
í næstefstu deild, Inkasso deildinni,
á móti Þrótti Reykjavík í síðustu
umferð mótsins. Ísak var 15 ára
og 182 daga gamall er hann kom
inn á níu mínútum fyrir leikslok í
1-1 jafntefli og er þetta eini leikur
hans í deild á Íslandi en hann hefur
leikið sem atvinnumaður með IFK
Norrköping frá 2019-2021 og frá
september 2021 með FC Köben-
havn í Danmörku.
Daniel Ingi var valinn á dögunum
til að taka þátt í verkefni með U15
ára landsliði karla í knattspyrnu sem
tekur þátt í tveimur æfingaleikjum
í Færeyjum dagana 15. - 19. ágúst.
En vegna meiðsla Elvars Mána Guð-
mundssonar úr KA hefur Daniel
verið færður upp í U17 ára lands-
liðið sem er á leið til Ungverjalands
þar sem það tekur þátt í Telki Cup.
vaks
Reynir Hellissandi, sem spilar í A
riðli 4. deildar í knattspyrnu, tók
á móti Kríu í síðasta heimaleik
sumarsins á Ólafsvíkurvelli föstu-
daginn 12. ágúst. Frábær umgjörð
var fyrir leikinn en allur ágóði af
miðasölu rann óskertur til Birnu
Kristmundsdóttur en hún háir
erfiða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Birna er ung móðir ættuð úr
Grundarfirði og er systir Brynjars
Kristmundssonar spilandi þjálfara
Reynis og aðstoðarþjálfara Víkings
Ólafsvíkur. Hægt er að leggja mál-
efninu lið með því að leggja inn á
kennitölu 191288-2039 og reikn-
ing númer 0191-26-000138 fyrir þá
erfiðu baráttu sem framundan er.
Leikmenn Kríu létu ekki sitt eftir
liggja en allir borguðu þeir sig inn
á leikinn og lögðu einnig 50.000
krónur til stuðnings Birnu.
Leikurinn var jafn og spennandi
og góð stemning á vellinum.
Reynismenn náðu að jafna tvisvar
sinnum í leiknum, en fengu svo víti
á sig 3-2 og að endingu laumuðu
Kríu menn inn einu marki í viðbót
þegar heimamenn voru að leita að
þriðja jöfnunarmarkinu. Úrslitin
því 4:2 fyrir Kríu.
tfk
Unnur Ýr Haraldsdóttir, leik-
maður ÍA í meistaraflokki kvenna
í knattspyrnu, lék á mánudaginn í
síðustu viku sinn 200. leik í meist-
araflokki í 1-3 sigri ÍA gegn KH í 2.
deildinni. Unnur sem er fædd árið
1994 er uppalin hjá ÍA og hefur
leikið allan sinn meistaraflokks-
feril með ÍA. Hún lék sinn fyrsta
leik á Íslandsmóti í meistaraflokki
á Akranesvelli þegar hún kom inn
á sem varamaður í 0-4 tapi gegn
Völsungi í 1. deild í B riðli árið
2009, þá einungis 15 ára gömul. Í
þessum 200 leikjum hefur Unnur
skorað alls 78 mörk en um er að
ræða leiki á Íslandsmótinu, í bikar-
keppni og deildarbikar.
Unnur, sem er tveggja barna
móðir, á ekki langt að sækja
hæfileikana því hún er dóttir Har-
aldar Ingólfssonar og Jónínu
Víglundsdóttur sem léku saman-
lagt vel yfir 500 meistaraflokksleiki
á sínum ferli með ÍA á sínum tíma.
Þá hafa yngri bræður hennar vakið
athygli á knattspyrnuvellinum síð-
ustu ár en þeir eru Tryggvi Hrafn
(f. 1996) sem leikur með Val í Bestu
deildinni, Hákon Arnar (f. 2003)
sem leikur með FC Köbenhavn í
Danmörku og Haukur Andri (f.
2005) sem hefur leikið sjö leiki með
ÍA í Bestu deildinni í sumar.
vaks
Daniel Ingi á framtíðina fyrir sér.
Ljósm. kfia
Daniel Ingi sló met Sigga Jóns
Unnur í leik með ÍA í sumar. Ljósm. sas
Unnur komin í 200 leikja klúbbinn
Öðru jöfnunarmarkinu fagnað.
Síðasti heimaleikur Reynis í sumar
Allir leikmenn og dómarar stilltu sér svo upp með áhorfendum í lok leiks.
Tekið á því.