Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 19
Laugardaginn 27. ágúst kl. 15 verður
kveðjusamsæti í Félagsheimi linu
Þinghamri í Stafholtstungum þar
sem Guðmundur Finnsson, hús-
vörður til fjörutíu ára, lætur af
störfum eftir farsælan feril. Það eru
sveitungar sem ætla þar að kveðja
Guðmund. Hann hefur stokkið til
við ýmislegt kvabb í gegnum árin
og vilja þeir þakka fyrir liðleg-
heitin. Þetta tækifæri verður einnig
nýtt til að fara yfir sögu Þingham-
ars. Fyrir fórst að vígja félags-
heimilið á sínum tíma en fimmtíu
ár eru síðan bygging þess hófst og
fjörutíu ár síðan það var fullbyggt
og tekið í notkun. Af þessu tilefni
kemur Helgi Bjarnason frá Lauga-
landi og fer yfir sögu Þinghamars.
Kvenfélag Stafholtstungna, Björg-
unarsveitin Heiðar, Ungmennafé-
lag Stafholtstungna, leikdeildin og
húsnefnd Þinghamars standa að
kaffisamsætinu og bjóða íbúum til
kveðjustundar húsvarðar.
-fréttatilkynning
Norðurlandameistaramótinu í
eldsmíði lauk á Safnasvæðinu í
Görðum á Akranesi síðdegis á
sunnudaginn með úrslitum og
verðlaunaafhendingu. Keppt var
í þremur flokkum á mótinu, skipt
eftir getu og þekkingarstigi. Keppt
var í byrjenda,- sveina- og meist-
araflokki og tóku alls 15 kepp-
endur þátt frá fimm þjóðum;
Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi og Danmörku. Eldsmíði er
ein elsta iðngreinin sem enn er
stunduð, þótt í smáum stíl sé sem
handverk. Rekja má gömul orða-
tiltæki á borð við „hamra skal
járnið meðan það er heitt,“ til eld-
smíðinnar og ekki síður þegar sagt
er að „eitthvað sé í deiglunni“. Í
byrjendaflokki var keppt á föstu-
dag, í sveinaflokki á laugardeg-
inum en keppni í meistaraflokki
fór fram á sunnudag. Þá var slegið
upp liðakeppni á laugardeginum,
sem aukagrein á mótinu. Fjöl-
margir gestir gerðu sér ferð að
Görðum af þessu tilefni og var
stöðugt rennerí af fólki alla móts-
dagana. Um þúsund gestir komu
við að sögn Önnu Leif Elídóttur
sem sá um samskipti eldsmíðafé-
lagsins við fjölmiðla.
Ankerissmíð var þema keppn-
innar að þessu sinni í öllum styrk-
leikaflokkum. Úrslit urðu þau
að í byrjendaflokki varð Sören
Hammer frá Danmörku þriðji,
Nestori Widenoja frá Finnlandi
annar en Svíinn Magnús Nil-
son bar sigur úr býtum. Í sveina-
flokki varð Emil Lindqvist Svíþjóð
þriðji, Daninn Kasper Reinholdt
annar, en sigurvegari varð Finn-
inn Sami Niinilampi. Mest spenna
var fyrir úrslitum í meistaraflokki.
Beate Stormo frá Kristnesi í Eyja-
firði var keppandi fyrir Íslands
hönd og önnur af tveimur konum
sem tóku þátt að þessu sinni. Hún
var ríkjandi Norðurlandameistari
og hafði því titil að verja. Smíði
hennar fór þó ekki eins og hún
hafði vonað, en hún hreppti engu
að síður þriðja sætið í keppninni
fyrir ankeri sitt. Í öðru sæti varð
Mikael Wunderlich frá Noregi.
Nýr Norðurlandameistari í eld-
smíði er Svíinn Mathias Wilson.
Norðurlandakeppnin í eldsmíði
var síðast haldin á Akranesi árið
2013, en þá var þemað að hanna
og smíða stóla, en nokkra smíðis-
gripi síðan þá má sjá á meðfylgj-
andi mynd. Áætlað er að næsta
Norðurlandamót fari fram í Dan-
mörku eftir tvö ár. Í tilkynningu frá
Íslenska eldsmiðafélaginu segir að;
„Hið forna handverk, sem þróað
var á járnöld, lifi enn góðu lífi.“
Það var Guðmundur Sigurðsson á
Akranesi, formaður Íslenskra eld-
miða, sem stýrði mótinu. mm
Á stéttinni framan við Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði
er nú búið að koma fyrir glæsilegu
listaverki. Verkið er skírskotun í
undirstöður samfélaga á Snæfells-
nesi; sjávarútveg og landbúnað.
Sjávarútvegur er og hefur verið
megin undirstaða samfélaga á Nes-
inu og á öldutoppunum við fiskinn,
ganga kindur en á Jeratúni, þar sem
skólinn stendur, voru alltaf kindur
á beit á sumrin. Verkið var unnið
af Olena Sheptytiska og Mykola
Kravets sem eru úkraínskt lista-
fólk sem búsett er í Grundarfirði.
Þau hafa unnið við skúlptúragerð
og skreytingar í áratug en hægt er
að skoða verk þeirra á vefsíðunni
https://dyvyna.com.ua en þar er
margt skemmtilegt að skoða.
Verkið á vafalaust eftir að vekja
mikla athygli vegfarenda enda setur
það skemmtilegan svip hvar það
stendur við framhlið skólans. tfk
Guðmundur Finnsson fyrir framan Þinghamar þar sem hann hefur sinnt starfi
húsvarðar sl. 40 ár. Ljósm. Skessuhorn/sþ
Kveðjuhóf fyrirhugað
í Þinghamri
Starfsmenn FSN og listamennirnir stilltu sér upp við verkið þegar það var komið á sinn stað.
Nýtt listaverk afhjúpað hjá
Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Hlutirnir sem urðu til í keppninni
voru margir listavel unnir. Hér er
eitt af ankerum sem framleitt var af
byrjanda í keppninni og hafnaði í öðru
sæti. Eldsmiðurinn er Finninn Nestori
Widenoja.
Mathias Wilson nýr Norðurlandameistari í eldsmíði
Þau skipuðu þrjú efstu sætin í sínum flokki. Fremst sitja meistararnir, Mathias
Wilson fyrir miðju. Allir halda keppendurnir á smíðisgripum sínum og verðlauna-
skjölum. Andreas Oster var fulltrúi Dana í meistaradeildinni. Hér er hann langt kominn
með sitt ankeri.
Gestir gátu skoðað smíðisgripina. Á jörðinni
framan við borðið eru stólar sem gerðir voru á
Norðurlandameistaramótinu árið 2013.
Hinn sænski Mathias Wilson,
nýkrýndur Norðurlanda-
meistari.
Þeir Guðmundur Örn, Ingvar og Guðmundur slógu saman í lið og tóku þátt í
liðakeppni á laugardaginn þar sem þemað var hestar. Flestir smíðisgripir voru
fagurskapaðir hestshausar, en þeir félagar ákváðu að smíða afturenda af hesti,
einskonar beislissnaga. Ljósm. ÍE.