Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202216 „Að stunda fjallgöngur hefur gefið mér afskaplega mikið. Það er áskor- unin, félagsskapurinn, ósnortin náttúra Íslands og síðast en ekki síst að kynnast fólki; lifnaðarháttum, mannlífi og fegurð í fjarlægum löndum þar sem ég hef gengið. Ég var í Tanzaníu og fór þar á topp Kilimanjaro fjallsins og svo gekk ég Inkastíginn í Perú núna í vor,“ segir Bjarni Einar Gunnarsson í samtali við blaðamann Skessuhorns. Hann hefur á síðustu árum farið í ótal fjallaferðir, m.a. fjórum sinnum á Hvannadalshnjúk á Vatnajökli. Ferð á Hvannadalshnjúk kveikti áhugann „Ég hef alltaf verið mikið fyrir úti- veru og fundist nauðsynlegt að hreyfa mig. Var mikið í fjörunni fyrir neðan æskuheimili mitt á Vest- urgötunni og hoppaði þar í klett- unum. Kannski var ég bara hepp- inn að hafa verið lélegur í fótbolta á yngri árum, þá væru fæturnir kannski ekki í eins góðu standi og þeir eru í dag. Áhuginn byrjaði hjá mér fyrir alvöru þegar hópur frá Íslenska járnblendifélaginu, þar sem ég starfaði, ákvað að ganga á Hvannadalshnjúk árið 2009. Eftir þá ferð fann ég að ég hafði gaman að þessu, en fram að því hafði ég mest gengið hérna í kringum Skag- ann og farið á Akrafjallið. Ég frétti síðan af því að Hjörtur Hróðmars- son hérna á Akranesi hefði stofnað fjallgönguhóp sem hét Skaginn á toppinn. Ég fór að ganga með þeim og það var farið tvisvar til þrisvar í mánuði í fjallgöngur. Svo þróað- ist það þannig að ég og Ingólfur Hafsteinsson höfðum verið saman í spinning tímum og hann benti mér á hóp sem hann var í sjálfur og heitir Toppfarar. Ég ákvað að slá til en það var árið 2018. Það er farið í göngur alla þriðjudaga allt árið um kring og svo í lengri göngur á laugar- dögum allan ársins hring hvernig sem viðrar. Með Toppförum hef ég séð ótrúlega marga flotta staði. Ég hafði t.d. fordóma gagnvart Reykjanesinu, „lágt og ljótt,“ en þar er fullt af flottum stöðum.“ Bjarni segir að síðan hafi myndast hópur sem náði vel saman og fór að skipuleggja sínar eigin ferðir fyrir utan skipulagðar ferðir með Topp- förum og meðal annars hefði hópur- inn sem hann var í á dögunum verið við Rauðasand í Barðastrandarsýslu í nokkra daga í tjöldum og gengið út frá þeim stað. Ætlunin hefði verið að fara á Hornstrandir en hætt var við það vegna veðurútlits. Þessi hópur hefur gengið víðs vegar um landið, bæði á fell og fjöll. Tindar Vatnajökuls heilla Við spurðum Bjarna að því hvað honum finnist standa upp úr í ferðum sínum um landið. „Það er alltaf skemmtilegt að ganga á tindana upp úr Vatnajökli; Hvanna- dalshnjúk, Sveinstind, Vestri Hnapp og fleiri og ekki er síðra að fara á Hrútfjallstinda sem standa einnig upp úr jöklinum. En eitt það stór- kostlegasta sem ég hef upplifað var að koma inn í íshelli í fyrsta sinn með Ágústi Rúnarssyni leiðsögu- manni. Það var í Breiðamerkur- jökli og var ótrúleg upplifun. Síðar fór ég með Ágústi Rúnarssyni og Árna Elíssyni ásamt tökufólki frá norður-þýska sjónvarpinu þar sem þeir voru að gera þætti um útivist á Íslandi sem bera heitið „Vinir á jökli.“ Það var skemmtileg upp- lifun. Þá er mér minnisstætt þegar við gengum Laugaveginn svokall- aða frá Landmannalaugum og að Þórsmörk, að mestu að næturlagi án þess að gista. Það var mikil kyrrð og við upplifðum ferðina á annan hátt en venjulega því oftast er mikil umferð um stíginn að deginum. En það var mikil áskorun að ganga í 18 tíma án svefns. Einnig er mér minn- isstætt þegar við gengum Vatna- leiðina frá Hreðavatni og út á Snæ- fellsnesið, það var einnig að næt- urlagi. En stór hluti við göngurnar er að kynnast náttúrunni og finna friðinn uppi á hálendinu; eitthvað sem þú kynnist aldrei nema við svona aðstæður. Svo má ekki gleyma því að það er mikil næring að vera í góðum félagsskap sem sameinast um að njóta slíkra stunda.“ Ýmsar hættur í erfiðum fjallgöngum Bjarni segir að það leynist alltaf ákveðnar hættur í erfiðum fjall- göngum og alltaf þurfi að fara var- lega og bera virðingu fyrir nátt- úrunni. Hann hefði blessunarlega sloppið, en í eitt skipti hefði hann verið að ganga inn á Vatnajökul í hliðarhalla og það hefði verið sól- bráð um morguninn sem gerði það að verkum að það losnaði um grjót í ísnum. Hann sá hvar stór grjóthnullungur stefndi á hann en náði að beygja sig og steinn- inn lenti á bakpokanum hans án þess að honum yrði meint af. Í eitt skipti var hópur sem hann var í á göngu uppi á jökli. Lína var milli göngumanna. Hún þarf að vera vel strekkt svo fallið verði sem minnst hjá þeim sem fellur í sprungu. Þá gerðist það að einn göngumanna lenti í sprungu. En allt fór vel þar sem línan sem var í göngumönnunum sem voru á undan og eftir viðkomandi var vel strekkt. Göngumaðurinn var svellkaldur og tók „selfie“ ofan í sprungunni á meðan verið var að koma honum upp. Undirbúningurinn skiptir miklu máli „Allur undirbúningur fyrir fjall- göngu skiptir miklu máli,“ segir Bjarni. „Það er að hafa réttan útbúnað. Vera ekki með of mikið eða of lítið. Hugsa út í hvaða aðstæður þú ert að fara út í. Verður kalt eða heitt? Réttur skóbúnaður. Þú lærir auðvitað á þetta en ef þú ert að byrja þá er hægt að finna upplýsingar um þetta allt saman á göngusíðum á netinu og kynna sér það hjá reyndari göngumönnum.“ En það blundaði auðvitað í Bjarna Fjallgöngur á framandi slóðum reyna oft meira á andlegu hliðina en þá líkamlegu Rætt við Skagamanninn Bjarna Einar Gunnarsson Bjarni með lamadýri í fjöllum Perú. Perú hópurinn við Machu Picchu Inkaporpið. Að Fjallabaki. Afmælisganga á Hafnarfjall á 14 ára afmæli Toppfara.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.