Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202214 Nú líður að hausti og fjölskyldur í landshlutanum að komast í fyrri rútínu eftir sumarleyfi og ferða- lög. Grunnskólar á Vesturlandi eru nú að komast á fullt skrið og eru skólastjórnendur spenntir fyrir komandi vetri. Vel hefur gengið að manna stöður og að vanda eru fjöl- mörg og áhugaverð verkefni á döf- inni í starfi grunnskólanna í lands- hlutanum. Skessuhorn sló á þráð- inn til skólastjóranna á Vesturlandi og ræddi stuttlega við þá um kom- andi skólaár. Grundaskóli á Akranesi Setningarathöfn Grundaskóla á Akranesi verður mánudaginn 22. ágúst og byrjar klukkan níu þegar fyrsti bekkur mætir, bekkirnir mæta svo hver af öðrum á hálftíma fresti til klukkan hálf tvö þegar tíundi og síðasti bekkurinn mætir. Börnin verða viðstödd litla athöfn á sal og fara svo í heimastofurnar sínar þar sem þau hitta kennara og fá afhentar stundatöflur. Strax daginn eftir, 23. ágúst, hefst kennsla sam- kvæmt stundaskrá. Í vetur verða í kringum 690 nem- endur í skólanum sem er svipaður fjöldi og verið hefur síðustu ár. Vel gekk að manna í þær stöður sem auglýstar voru og segir Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri, að skólinn sé skipaður úrvals starfs- fólki. „Við vorum til að mynda að ráða inn þrjá nýja raungreina- kennara og ætlum okkur að reyna að efla raungreinakennslu, svo sem líffræði, eðlisfræði og efnafræði, í samstarfi við FVA.“ Ýmsar tilfæringar hafa verið í skólastarfi Grundaskóla síðustu ár þar sem skólinn stendur í miklum endurbótum á byggingum. Nem- endur í 10. bekk hafa verið með sitt aðsetur í Fjölbrautaskóla Vest- urlands og verður svo áfram næstu ár. Gamla stjórnunarálma skól- ans er nú lokuð vegna endurbóta. Verið er að breyta henni í kennslu- álmu sem von er til að verði tilbúin núna í október og 9. bekkur mun þá færa sig þangað. Þar til gamla stjórnendaálman verður tilbúin þarf Grundaskóli að leysa sín mál með bráðabirgðalausnum; þá verður t.a.m. útikennsla, kennsla á sal og gangar skólans einnig nýttir. Fleiri framkvæmdir eru einnig á dagskrá í skólanum; C-álma skólans verður boðin út á evrópska efnahagssvæð- inu á næstu mánuðum og eiga fram- kvæmdir við hana að hefjast strax á næsta ári. Til stendur að Grunda- skóli fái eftir áramót það húsnæði sem leikskólinn Garðasel er í núna og þarf þá að ráðast í endurbætur á því húsnæði og skólalóðinni. Þar verða líklega kenndar list- og verk- greinar til að byrja með en svo mun frístund Grundaskóla færast þangað. Brekkubæjarskóli á Akranesi Brekkubæjarskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 10 og hefst kennsla samkvæmt stunda- skrá daginn eftir, þriðjudaginn 23. ágúst. Nemendur skólans eru 474 þennan veturinn og er svip- aður fjöldi og verið hefur. Búið er að manna í allar kennarastöður við skólann og gekk það vel. Starfsfólkið er spennt fyrir kom- andi vetri án sóttvarnatakmarkana. „Já, við erum bara full tilhlökk- unar og spennt fyrir því að fara inn í næsta skólaár og geta t.d. boðið upp á morgunstundir þar sem allir bekkir eru saman,“ segir Elsa Lára Arnar dóttir, aðstoðarskólastjóri í samtali við Skessuhorn. Eldsvoði varð í smíðastofu Brekkubæjarskóla í janúar á þessu ári og olli hann töluverðu tjóni í því rými. Hluti skólans varð ónot- hæfur í nokkurn tíma á eftir því mikil lykt var í húsinu og loftgæði slök. Þá þurfti að færa nokkra bekki tímabundið í annað húsnæði og var t.a.m. kennt í Þorpinu, Akranes- kirkju og Tónlistarskóla Akraness um tíma. Elsa Lára segir húsnæði Brekkubæjarskóla ekki vera upp- gert að fullu eftir eldsvoðann, en ástandið sé orðið nokkuð gott. „Já, þetta er mikil bót frá því sem áður var. Nú fer allt skólastarf fram inni í Brekkubæjarskóla og við þurfum ekki að nýta húsnæði annars staðar í bænum. Frístundin verður einnig inni í Brekkubæjarskóla fram eftir haustinu, í stofum 1. bekkjar og niður að gamla Ási, á meðan Garðasel er með frístundina okkar, Þekjuna, að láni.“ Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit Skólasetning í Heiðarskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 16 og hefst kennsla samkvæmt stunda- skrá daginn eftir, þriðjudaginn 23. ágúst. Í vetur verða í skólanum ríf- lega 90 nemendur sem er smávægi- leg fjölgun frá síðasta ári. Í skól- anum er þriðji bekkur fjölmenn- astur, í honum eru 16 börn eða tæplega 18% af nemendum skól- ans. Fámennastur er annar bekkur með fjóra nemendur. Búið er að manna í þær 12 kennarastöður sem eru við skólann og tókst það vel. Einungis þrír sem sinna starfi kennara næsta vetur hafa ekki lokið réttindanámi, tveir þeirra eru þó á lokametrunum með það nám. Ráðist var í viðhald og fram- kvæmdir á skólabyggingunni í sumar og þar er nú verið að binda lausa enda og sér skólastjórinn Sig- ríður Lára Guðmundsdóttir fram á að framkvæmdum ljúki áður en skólastarf hefst nú í næstu viku. Grunnskóli Borgarfjarðar Grunnskóli Borgarfjarðar verður settur mánudaginn 22. ágúst; á Hvanneyri kl. 10, á Kleppjárns- reykjum kl. 12 og á Varmalandi kl. 14. Kennsla hefst á öllum starfs- stöðvum skv. stundaskrá degi síðar. Alls verða 167 nemendur við grunnskólann í vetur. Á Hvanneyri er kennt í 1.-5. bekk og þar verða 30 nemendur, á Kleppjárnsreykjum eru 95 nemendur í 1.-10. bekk og á Varmalandi verða 42 nemendur í 1.-10. bekk. Búið er að ráða í allar stöður við skólann en nú er auglýst eftir for- fallakennara sem getur komið inn tímabundið til að brúa ákveðið bil. Alls er 21 kennarastaða við skólann og eru þær flestar mann- aðar faglærðum kennurum. Þeir fáu leiðbeinendur sem starfa við skólann eru ýmist í meistaranámi í kennslufræðum eða með aðra háskólamenntun. Á Varmalandi er nú tekið á móti börnum flóttafólks frá Úkraínu sem dvelur á Bifröst og er Helga Jensína Svavarsdóttir, skólastjóri, ánægð með hvernig það hefur gengið. „Það verkefni byrjaði í vor og var mjög skemmtileg viðbót við skóla- starfið hjá okkur. Við vorum svo heppin að fá til okkar kennara frá Úkraínu sem hefur verið ráðin sem kennari við skólann í vetur,“ segir Helga. Grunnskólinn í Borgarnesi Setningarathöfn Grunnskólans í Borgarnesi verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi klukkan 10, mánu- daginn 22. ágúst, og hefst hefð- bundin kennsla degi síðar skv. stundaskrá. Enn eru hreyfingar á nemendafjölda skólans en endan- legur fjöldi verður öðru hvorum megin við 300. Búið er að manna í allar stöður við skólann en tölu- verðar hreyfingar eru á starfsliðinu. Í skólanum starfa í kringum 60 manns og af þeim voru 12 sem fóru í vor í tímabundið leyfi. Því þurfti að ráða inn nýtt fólk sem kemur inn núna og verður til skemmri tíma. Síðustu ár hefur verið töluvert rask á skólastarfi í skólanum bæði vegna framkvæmda, þar sem byggt var húsnæði undir mötuneyti og sal skólans, og vegna Covid. Júlía Guð- jónsdóttir, skólastjóri, segist sér- staklega spennt fyrir því að fara inn í næsta skólavetur því hún sér fyrir sér nokkuð hefðbundið skólastarf, laust við sóttvarnatakmarkanir og tilfærslur og ónæði vegna fram- kvæmda. „Síðustu fimm ár hafa verið ansi strembin hér í skólanum. Fyrir Covid vorum við búin að vera í þrjú ár í framkvæmdum hér á hús- næðinu þar sem bæði var verið að byggja nýtt húsnæði undir mötu- neyti og sal, sem hafði ekki verið áður í skólanum, og gera upp gam- alt húsnæði með tilheyrandi raski og tilfæringum. Framkvæmdum er nú lokið inni í skólanum en eftir stendur skólalóðin sem verður von- andi kláruð sem fyrst.“ Grunnskólinn í Borgarnesi er nú í innleiðingarferli til að verða réttindaskóli Unicef. Það inn- leiðingarferli tekur tvö ár og felst Grunnskólastarf að hefjast á Vesturlandi Nemendur á skólalóð Brekkubæjarskóla á Akranesi. Ljósm. úr safni/vaks Ungir Grundfirðingar á leið í skólann. Ljósm. úr safni/tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.