Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 9 Skólastarf er nú að hefjast um landsbyggðina alla en á Vestur- landi eru þrír framhaldsskólar, auk bændadeildarinnar við LbhÍ á Hvanneyri; Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga í Grundarfirði, Fjölbrauta- skóli Vestur lands á Akranesi og Menntaskóli Borgarfjarðar í Borg- arnesi. Hefjast skólarnir allir í vik- unni. Aðsókn í skólana er góð þetta haustið og talsverð nýsköpun í gangi hjá þeim. Skessuhorn tók stöðuna hjá skólunum og forvitn- aðist nánar um stefnu komandi vetrar. Stórt ár í stækkandi skóla MB Menntaskóli Borgarfjarðar fer stækkandi en skólinn leggur áherslu á nýsköpun í kennslu. Því eru spennandi tímar framundan í skólanum, að sögn Braga Þórs Svavarssonar skólameistara. Fjöldi skráðra nemenda við skólann er rúmlega 150 manns, enn er þó verið að taka á móti skráningum nemenda í fjarnám. Mjög vel hefur gengið að manna kennarastöður en lítilvægar mannabreytingar verða nú á milli ára. Framundan eru miklar nýjungar við skól- ann sem munu hefjast á komandi skólaári. Verið er að innrétta og setja upp Framtíðarverið Kviku sem er náms- og kennslurými fyrir ýmsa skapandi vinnu sem tengst getur öllum áföngum skólans. Rýmið mun bæði verða opið nem- endum og kennurum skólans sem og almenningi og öðrum skóla- stigum eins og færi gefst. Í rým- inu má nýta aðgang að tækjum og hugbúnaði sem gagnast í verk- legum greinum ásamt þjálfun í stafrænni hönnun og miðlun. Á vorönn hefst fyrsti áfanginn af þremur í STEAM, en allir nem- endur skólans munu sitja þrjá slíka áfanga. STEAM er nýsköpunar- verkefni þar sem nemendur fá inn- sýn inn í heim fagfólks í tækni, vís- indum, stærðfræði, verkfræði og listum með tengingu við atvinnu- líf, samfélag og umhverfi. Bragi segir næsta skólaár vera stórt ár í stækkandi skóla og spennandi tíma framundan. Mótttaka nýnema verður miðvikudaginn 17. ágúst og hefst kennsla samkvæmt stunda- skrá fimmtudaginn 18. ágúst. Rúmlega hundrað nýnemar við FVA Skólaárið fer vel af stað í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi, að sögn Steinunnar Ingu Óttars dóttur skólameistara. Aðsókn í skólann er mjög góð, alls eru 120 nýnemar á þessu hausti á níu námsbrautum. Nemendur eru alls 550 og á heimavistinni verða 40 nemendur. Afreksíþróttir er vin- sæl námsgrein þar sem nemendur fá utanumhald, sérhæfða þjálfun og námseiningar en alls verða 77 nemendur í afreksíþróttum í átta greinum á þessu hausti. 27 nem- endur eru skráðir í dreifnám í húsasmíði en færri komust að en vildu. Nýr hópur sjúkraliðanema fer einnig af stað í haust. Námskrá FVA var endurskoðuð í vor en fyrri útgáfa var frá 2019. Innihald í nokkrum áföngum hjá nýnemum hafa verið í endur- skoðun og verður nýtt náms- efni prufukeyrt nú í haust. Ellefu nýir kennarar hefja störf við skól- ann á haustönn en sex kennara- stöður voru auglýstar í vor auk stöðu námsráðgjafa og stuðnings- fulltrúa á starfsbraut. Alls sóttu 38 manns um þessi störf. Það sætti tíðindum að í vor hættu þrír kennarar störfum, en hver um sig hafði kennt í yfir 30 ár við skólann. Það eru þeir Gunnar Magnússon, Steinn Mar Helgason og Ólafur Haraldsson, öðlingar sem nú njóta ávaxtanna af erfiði sínu, segir skólameistari. Framkvæmdum við skólahús lauk nú í ágúst en þær stóðu yfir allt síðasta skólaár. Nem- endur 10. bekkjar Grundaskóla fá áfram húsaskjól hjá FVA á meðan á byggingaframkvæmdum stendur þar á bæ. Kennsla hefst sam- kvæmt stundaskrá fimmtudaginn 18. ágúst. Nýnemamóttaka verður daginn áður og stjórn nemenda- félags hefur lagt drög að fjörugu félagslífi fyrir veturinn. Átjánda starfsár FSN að hefjast Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru 200 nemendur innritaðir í skólann en 80 nemendur stunda nám í fjarnámi og um 120 nemendur eru í dagskóla. Skólinn hefur rekið framhaldsdeild á Patreksfirði frá árinu 2007 en þar verða 16 nemendur þetta skólaárið og er Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir nýr deildarstjóri þar. Allar kennara- stöður skólans eru skipaðar fólki með kennsluréttindi en við skól- ann starfar áhugasamur hópur sem vill fylgjast með nýjungum, að sögn Hrafnhildar Hallvarðsdóttur skóla- meistara. Í vetur mun skólinn vinna að nýrri stefnu en hann fékk styrk frá Sprota- sjóði til verkefnisins. Dagskólanem- endum hefur fækkað tímabundið vegna fámennra árganga úr grunn- skóla og verður þess vegna kennsla í skólanum fjóra daga vikunnar en á föstudögum fer öll kennsla fram á TEAMS. Hrafnhildur segir einkunnarorð skólans vera; „fram- sækinn framhaldsskóli,“ en kennarar tileinka sér nú nýja tækni til notk- unar í kennslunni. Nemendur skól- ans geta valið um fimm brautir til stúdentsprófs og er nýjasta brautin; nýsköpunar- og frumkvöðlabraut. Námi á nýsköpunarbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum og verklegum greinum með áherslu á nýsköpun og tækni. Nemendur af þessari braut hafa tekið þátt í MeMa en það er viðurkenndur áfangi fyrir framhaldsskólanemendur og um leið samkeppni milli framhaldsskóla. Í haust ætlar skólinn einnig að setja á stofn íþróttaakademíu í samvinnu við íþróttafélög á svæðinu. Nýnem- adagur verður miðvikudaginn 17. ágúst, skólasetning er 18. ágúst og hefst þá einnig kennsla samkvæmt stundaskrá. sþ Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði. Framhaldsskólarnir á Vesturlandi að hefja vetrarstarfið Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi. Fjöbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Nú þegar komið er fram í miðjan ágúst eru margir sem gengið hafa til berja. Nú blasir við að berja- spretta þetta sumar er léleg í lands- hlutanum. Í maí var útlitið þó býsna gott og margir sætukoppar á berjalyngi sem bjuggu sig undir að breytast í safarík ber þegar liði á sumarið. Í júnímánuði gerði hins vegar bæði næturfrost einu sinni og hvassviðri og virðist sem það hafi haft áhrif. Fáir sólardagar í sumar hafa svo ekki verið til að bæta aðstæður. Þannig er því almennt útlit fyrir lélega berjasprettu á Vesturlandi. Engu að síður er ástæða til að hvetja fólk til að gá sem víðast, þó ekki væri nema til að njóta hollrar og nærandi útiveru. Í uppsveitum Borgar- fjarðar, t.d. í Skorradal og Staf- holtstungum er lítið um blá- ber og aðalbláber þar sem slíkt lyng er að finna. Þá eru krækiber smá. Í Dölum er sömuleiðis léleg berjaspretta, nær engin aðalblá- ber. Bláber þurfa að lágmarki viku í viðbót til þroska en mun minna er af þeim í samanburði við síðasta ár. Að sögn Helgu Elínborgar Guðmundsdóttur á Erpsstöðum í Dölum eru flestir sem koma við í ísbúðinni þar, eftir berjaferð vestur fyrir Gils- fjörð, sem segja að bláberja- spretta þar um slóðir sé léleg, fá ber og óþroskuð þau sem eru. mm Bláberjalyng í Stafholtstungum í Borgarfirði. Myndin var tekin á berjamó í síðustu viku. Ef myndin prentast vel má engu að síður sjá nokkur þroskuð bláber. Útlit er fyrir lélega berjasprettu á Vesturlandi Aðstoð í mötuneyti Elkem Grundartanga Múlakaffi leitar að starfsmönnum í mötuneyti Elkem á Grundartanga. Framtíðarstarf er að ræða. Um að ræða dagvinnustarf frá kl. 8-16 og vaktavinnustarf og er vinnutíminn frá 7:30-18:00 unnið 2-2-3 vaktir. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Í starfinu felst m.a -almenn eldhússtörf - afgreiðsla - aðstoð í eldhúsi - uppvask og þrif Gerð er krafa um íslensku eða enskukunnáttu. - bílpróf skilyrði brynja@mulakaffi.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.