Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20228
Skessu-
horn komið á
Instagram
Instagramsíða Skessu-
horns heitir skessuhorn.is
og eru lesendur hvattir til
að fylgja henni. Þegar líður
á haustið verða settar þar
inn nýjar fréttir, myndir og
myndbönd. Skessuhorn er
sömuleiðis með Facebook-
síðu, hægt er að líka við hana
og fá þá fréttir af skessuhorn.
is í fréttaveituna. -gbþ
Aflatölur fyrir
Vesturland
6. – 12. ágúst
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Lítill afli er í höfnum á Vest-
urlandi þessa vikuna þar sem
strandveiðar voru stöðvaðar
seinnipartinn í júlí, veiði-
tímabilið er að líða undir lok
og nýtt fiskveiðiár hefst ekki
fyrr en um næstu mánaða-
mót. Lítið hefur þess vegna
verið um sjósókn undanfarna
daga.
Akranes: 1 bátur.
Heildarlöndun: 26.658 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
26.658 kg í fimm löndunum.
Arnarstapi:
Engin löndun á tímabilinu
Grundarfjörður: 2 bátar.
Heildarlöndun: 216.067 kg.
Mestur afli: Skinney SF:
146.134 kg í þremur róðrum.
Ólafsvík: 4 bátur.
Heildarlöndun: 22.690 kg.
Mestur afli: Júlli Páls SH:
12.853 kg í einum róðri.
Rif: 2 bátar.
Heildarlöndun: 2.497 kg.
Mestur afli: Þerna SH:
1.514 kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 12.573 kg.
Mestur afli: Bára SH: 10.792
kg í þremur löndunum.
1. Skinney SF – GRU:
97.604 kg. 7. ágúst.
2. Þórir SF – GRU: 84.977
kg. 8. ágúst.
3. Skinney SF – GRU:
63.316 kg. 11. ágúst.
4. Ebbi AK – AKR: 27.822
kg. 9. ágúst.
5. Bára SH– STY: 7.145 kg.
7. ágúst.
-sþ
„Ég hef ákveðið að segja af mér emb-
ætti forseta Alþýðusambands Íslands
og þeim trúnaðarstöðum sem ég hef
gegnt sem forseti,“ segir í yfirlýs-
ingu sem Drífa Snædal sendi frá sér
síðastliðinn miðvikudag. „Fyrir því
eru nokkrar ástæður. Þing ASÍ er í
byrjun október og ég þurfti að gera
það upp við mig hvort ég gæfi áfram
kost á mér. Þegar ég hugsaði málið
varð niðurstaða mín sú að ég treysti
mér ekki til að starfa áfram yrði ég
til þess kjörin og af því leiddi að það
væri skynsamlegt í ljósi kjaravið-
ræðna og undirbúning þingsins að
hætta sem fyrst. Ég veit að ég nýt
mikils stuðnings félaga og í samfé-
laginu og fyrir það er ég þakklát. Það
eru hins vegar samskipti við ýmsa
kjörna fulltrúa innan sambandsins
og sú blokkamyndun sem þar hefur
átt sér stað sem gera mér það ókleift
að starfa áfram sem forseti ASÍ.“
Drífa segist í yfirlýsingu sinni ekki
hafa vílað fyrir sér að taka slaginn
fyrir launafólk gagnvart stjórn-
völdum eða atvinnurekendum enda
er það hluti af því að vera í verka-
lýðsbaráttu. „Átök innan ASÍ hafa
hins vegar verið óbærileg og dregið
úr vinnugleði og baráttuanda. Þegar
við bætast ákvarðanir og áherslur
einstakra stéttarfélaga sem fara þvert
gegn minni sannfæringu er ljóst að
mér er ekki til setunnar boðið. Ég
treysti mér ekki til að vinna með
fólki sem ég á ekki samleið með
í baráttunni. Og ég hef sem for-
seti verið í þeirri stöðu sem ég ætl-
aði mér aldrei; að telja mig ekki eiga
annars kost en að gagnrýna stjórnar-
ákvarðanir og formenn stærstu
stéttarfélaga innan ASÍ. Þegar stjórn
Eflingar stóð fyrir hópuppsögn á
skrifstofu félagsins sá ég mig knúna
til að mótmæla þeim, enda hefur
verkalýðshreyfingin barist gegn
hópuppsögnum í tímans rás. Ég
þurfti einnig að bregðast við linnu-
lausri, en óljósri gagnrýni formanns
VR á mín störf. Dæmin eru fleiri og
það sem fólk leyfir sér í samskiptum
hvert við annað innan hreyfingar-
innar er henni ekki til framdráttar
og félögum ekki til hagsbóta,“ segir
Drífa Snædal.
mm
Á fundi byggingar- og skipulags-
nefndar Borgarbyggðar síðast-
liðinn mánudag var lögð fram
vinnslutillaga að breytingu á aðal-
skipulagi Borgarbyggðar 2010-
2022 sem snýst um jörðina
Breiðabólsstað II í Reykholtsdal.
Umræddur jarðarhluti er 50 ha að
flatarmáli og er sunnan við þjóð-
veginn og er suðaustan við þétt-
býliskjarnann í Reykholti. Á hluta
hins deiliskipulagða svæðis er nú
verslunin Skjálfti, slökkvistöð,
hús björgunarsveitarinnar Oks
og fjögur íbúðarhús. Umrædd
breyting á deiliskipulagi tekur til
35 ha svæðis sem nú er skilgreint
sem landbúnaðar- og athafnasvæði
og stefnt að því að breyta í íbúða-
svæði. Lagður var fram uppdráttur
og greinargerð vegna verkefnisins
þar sem tekið hefur verið tillit til
þeirra umsagna sem bárust á fyrri
stigum skipulagsferlis.
Samkvæmt tillögu að
deiliskipulagi fyrir svæðið er gert
ráð fyrir að heildarbyggingarmagn
fyrir nýtt húsnæði geti orðið allt að
22.630 m2 á alls 99 lóðum. Ein lóð
er fyrir verslun og þjónustu og 98
lóðir fyrir íbúðarhúsnæði. Innan
hins nýja hverfis er gert ráð fyrir
fjórum raðhúsalóðum með fjórum
íbúðum í hverri, alls 16 íbúðir.
Fjórar parhúsalóðir eru með
tveimur íbúðum, alls átta íbúðir og
loks eru 74 misstórar einbýlishúsa-
lóðir, en gert ráð fyrir að heimilt
verði að sameina einhverjar þeirra.
Skipulags- og byggingarnefnd
Borgarbyggðar lagði til við sveitar-
stjórn að samþykkja fyrirliggj-
andi vinnslutillögu um breytingu
á landnotkun. Nefndin lagði jafn-
framt til að sveitarstjórn sam-
þykki til auglýsingar fyrirliggjandi
vinnslutillögu að breyttu aðal-
skipulagi sveitarfélagsins. mm
Vestur í Dölum eru árnar nú vatns-
miklar eftir miklar rigningar að
undanförnu. Enn er spáð rigningu
næstu daga. Laxveiðimenn gráta
ekki mikið vatn. „Það gengur ágæt-
lega hjá okkur en árnar eru vatns-
miklar eftir miklar rigningar,“
sagði Þröstur Reynisson sem var
við veiðar í Hvolsá og Staðarhólsá
í Dölum. Hann var sömuleiðis við
veiðar fyrir viku síðan.
„Við erum búnir að fá nokkra
laxa og bleikjur, en hann Einar
Víglundsson veiddi rígvænan lax
í Staðarhólsánni við brúna, fyrir
ofan Klapparfljótið. Þetta var 95
sentimetra fiskur og tók maðkinn.
En þarna eru fleiri stórir. Það er
alltaf gaman að veiða hérna en það
eru komnir 70 laxar á land,“ sagði
Þröstur ennfremur.
gb
Hér má sjá uppdrátt að nýju deiliskipulagi fyrir Breiðabólsstað II.
Undirbúa nýja íbúðabyggð í landi Breiðabóls-
staðar II í Reykholtsdal
Drífa Snædal segir af sér
formennsku í ASÍ
Einar Víglundsson með laxinn
væna úr Staðarhólsá.
Ljósm. Þröstur Reynisson
Vænir fiskar að
veiðast í
Hvolsá og
Staðarhólsá