Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2022 31 Völsungur og ÍA mættust í mikil- vægum leik í 2. deild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á PCC vellinum á Húsavík. Sylvía Lind Henrysdóttir kom Völsungi yfir í leiknum á sjö- undu mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Samira Suleman leikinn fyrir ÍA. Aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmark ÍA skoraði Berta María Björnsdóttir annað mark Völsungs og þannig var staðan í hálfleik, 2-1 fyrir heimakonum. Fyrirliðinn Bryndís Rún Þór- ólfsdóttir jafnaði metin aftur fyrir ÍA fimm mínútum fyrir leikslok og virtist hafa bjargað stigi fyrir gestina. En Sonja Björg Sigurðar- dóttir sá til þess að Völsungur fékk öll stigin þrjú þegar hún skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og tryggði dýrmætan sigur, loka- staðan 3-2 fyrir Völsung. ÍA er nú í fimmta sæti deildar- innar með 15 stig eftir níu leiki og á tvo leiki eftir í deildinni, heimaleiki á móti tveimur neðstu liðunum sem eru Hamar og KÁ. Einföld umferð er leikin í deildinni og athygli vekur að ÍA hefur tapað öllum leikjum sínum á móti liðunum sem eru fyrir ofan þær í deildinni og spilað þessa fjóra leiki alla á útivelli. Eftir mót verður í fyrsta skipti deildinni skipt í efri og neðri hluta þar sem sex efstu og sex neðstu leika einfalda umferð. Liðin í efri hlutanum taka með sér stigin úr deildarkeppn- inni og tvö efstu liðin fara upp í næstefstu deild, Lengjudeildina. Miðað við úrslitin í sumar gæti staðan verið þannig þegar úrslita- keppnin hefst: Fram með 30 stig, Völsungur, Grótta og ÍR öll með 26 stig, ÍA með 21 stig og Álftanes með 16 stig. Það þarf því allt að ganga upp hjá ÍA svo þær nái tak- markinu að komast aftur upp í Lengjudeildina í haust. Í gær spiluðu ÍA konur gegn Hamri á Akranesvelli, en leikurinn var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. vaks Skallagrímur og Ísbjörninn mætt- ust á föstudaginn í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli. Það var sannkallað markaregn í blíðunni í Borgarnesi því Skallagrímsmenn skoruðu fimm mörk í fyrri hálf- leik. Arthúr Bjarni Magnason skor- aði tvö mörk og þeir Viktor Ingi Jakobsson, Elís Dofri Gylfason og Helgi Rafn Bergþórsson skoruðu eitt mark hver. Viktor Már Jónasson bætti við sjötta markinu fyrir Skallagrím eftir rúmlega klukkustundar leik áður en Vladimir Panic kom Ísbirninum á blað á 77. mínútu. Elís Dofri átti lokaorðið á lokamínútunni með sínu öðru marki í leiknum og tíunda marki sínu í sumar í riðlinum, loka- staðan 7-1 fyrir Skallagrím. Ef skoðuð eru úrslit leikja í þessum riðli í sumar er áhuga- vert að í þessum 52 leikjum sem eru afstaðnir hefur aðeins tveimur leikjum lokið með jafntefli. Efstu liðin, Hvíti riddarinn og Árbær gerðu jafntefli í sínum innbyrðis viðureignum og lauk þeim báðum 1-1. Skallagrímur á enn veika von að ná sæti í úrslitakeppninni eftir sigurinn en verður að treysta á að Árbær tapi sínum leik á móti Ísbirninum næsta föstudag. Daginn eftir fer Skallagrímur á Ísafjörð og leikur síðasta leik sinn í sumar í riðlinum gegn Herði á Olísvell- inum. Viðureignin hefst klukkan 14 og verður vonandi ekki síðasti leikur Skallagríms í sumar. vaks Íslandsmeistaramótið í hagla- byssugreininni Skeet fór fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Undanþága fékkst hjá Umhverfisráðherra til að geta haldið mótið á svæðinu, þar sem starfsleyfisumsókn félagsins hefur ekki verið afgreidd hjá Heil- brigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Mótið stóð yfir í tvo daga og lauk svo með úrslitakeppni. Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari eftir spennandi viðureign við Hákon Þ. Svavars- son nýkrýndan Norurlandameist- ara. Þeir enduðu á bráðabana þar sem Stefán skaut einni dúfu meira en Hákon. Í þriðja sæti varð Guð- laugur Bragi Magnússon úr Skot- félagi Akureyrar. Í kvennaflokki varð Íslandsmeist- ari María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Helga Jóhannsdóttir úr sama félagi varð önnur, en hún jafnaði eigið Íslandsmet í undankeppninni. Í þriðja sæti hafnaði svo Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykja- víkur. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar varð Íslands- meistari unglinga. Í liðakeppn- inni sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands, en sveitir Skotíþrótta- félags Hafnarfjarðar hlutu annað og þriðja sætið. Nánar á úrslitasíð- unni, www.sti.is mm/sti.is KA og ÍA mættust í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn og fór leikurinn fram á Greifavellinum á Akureyri. Leikurinn fyrsta hálftímann var nokkuð fjörugur þar sem bæði lið fengu nokkur færi en heimamenn í KA þó líklegri til að skora fyrsta markið. Eftir rúman hálftíma leik misstu Skagamenn Hlyn Sævar Jónsson af velli með beint rautt spjald þegar hann braut á Hall- grími Mar Steingrímssyni sem var kominn einn inn fyrir vörn Skaga- manna. Fram að hálfleik voru norðanmenn sterkari en tókst ekki að komast á blað og marka- laust í hálfleik, 0-0. Einum fleiri herjuðu KA menn áfram á ÍA í seinni hálfleik en leikmenn ÍA voru skipulagðir og þéttir fyrir í sínum varnarleik. Það var síðan á 68. mínútu að fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Eftir mikinn darraðardans í víta- teig Skagamanna fékk Nökkvi Þeyr Þórisson sendingu við víta- teiginn og renndi boltanum í fjær- hornið. Sjö mínútum síðar voru KA menn komnir í tveggja marka forystu þegar Nökkvi Þeyr fékk boltann fyrir framan teig ÍA og renndi boltanum á Hallgrím Mar sem gerði engin mistök þegar hann færði boltann yfir á vinstri löppina fram hjá varnarmanni ÍA og sendi Árna Marinó í vitlaust horn, staðan 2-0 fyrir KA. Fjórum mínútum fyrir leikslok gull- tryggði síðan títtnefndur Nökkvi Þeyr sigurinn fyrir KA þegar hann skaut boltanum í fjærhornið eftir hraða sókn og skoraði sitt 13 mark í deildinni í sumar, lokatölur 3-0 fyrir KA. Skagamenn töpuðu þarna sjö- unda leik sínum í röð í deildinni sem er það þriðja mesta hjá þeim á Íslandsmóti. Þeir töpuðu átta leikjum í röð árið 1990 og níu leikjum í röð árin 1966 og 1967 þar sem þeir féllu í fyrsta sinn seinna árið. Skagamenn eru sem fyrr neðstir með átta stig, tveimur stigum á eftir Leikni Reykjavík sem á einn leik til góða. Næsti leikur Skagamanna er heimaleikur á móti ÍBV næsta sunnudag og hefst klukkan 17. vaks Stefán Gísli Íslandsmeistari í Skeet Stefán Gísli og María Rós, Íslandsmeistarar 2022. Ljósm. gkg Skallagrímur með stórsigur á Ísbirninum Bryndís Rún skoraði sitt sjötta mark í sumar í leiknum gegn Völsungi. Ljósm. sas Skagakonur töpuðu fyrir Völsungi Haukur Andri Haraldsson í baráttu við Nökkva Þey í leiknum. Ljósm. Lárus Árni Wöhler. Taphrina Skagamanna heldur áfram – Nálgast vafasamt met

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.