Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202210 Skaginn 3X hefur samið um að útvega háþróaða vinnslulínu um borð í nýjan, byltingarkenndan togara fyrir norska útgerðarfé- lagið Bluewild. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að togar- inn er hannaður af Ulstein Des- ign & Solutions AS og smíðaður af Westcon skipasmíðastöðinni í Noregi. Hönnun togarans byggir á því sem framleiðendurnir hafa kallað Ecofive hugmyndafræði sem felst í sjálfbærni, hagkvæmni og gæðum. Ný skrúfutækni, ný með- höndlun á trollum, vistvæn dæl- ing á aflanum og nýstárleg vinnslu- tækni mun þannig gjörbylta fram- legð og vistspori togarans. Tímamótasamningur Heildarverðmæti samningsins er rúmlega einn milljarður íslenskra króna. „Samningurinn markar tímamót fyrir okkur,“ segir Ragnar A. Guðmundsson, yfirmaður sölumála hjá Skaganum 3X fyrir Skandinavíu og Evrópu. Ragnar hefur leitt þetta verkefni fyrir hönd Skagans 3X. „Við höfum unnið náið með Bluewild teyminu síð- astliðin tvö ár. Ótal fundir og til- raunir skiluðu þessum árangri og við höfum þróað nýja og spennandi kerfislausn sem samrýmist virkilega vel stefnu þeirra,“ segir Ragnar. Nýsköpun tilnefnd til verðlauna Sjálfbærni er kjarninn í Ecofive nálguninni sem Bluewild og sam- starfsaðilar þeirra hafa þróað. Hún er hugsuð sem leið til að framleiða vörur í hæsta gæðaflokki með sem minnstum orkukostnaði. Verkefnið er tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna Nor-Fishing Foundation 2022. „Það er ótrúlegt tækifæri að vera valinn til að afhenda lausn í nýsköp- unarverkefni eins og Ecofive. Kerf- islausn okkar fellur ótrúlega vel að kröfum viðskiptavinarins um sjálf- bærar veiðar, hámarks nýtingu og aukið verðmæti bæði afurða og aukaafurða,“ segir Ragnar. Nýjar leiðir til sjálfbærni Þegar aflinn mun koma um borð í nýja skipið er hann fluttur beint í vatnsfyllta birgðatanka sem eru fyrir neðan sjólínu. Þar er hann geymdur lifandi áður en hann er fluttur í verksmiðjuna. Aflinn er færður á efra verksmiðjudekkið með yfirþrýstingslosun sem kemur í veg fyrir hið dæmigerða tjón sem getur orðið við notkun annars konar dælingar. Vinnslukerfi Skag- ans 3X tekur þar við og mun vinna fiskinn í flök og bita. Einnig verður heildstæð rækjulína um borð sem mun vinna soðna lausfrysta rækju sem og frysta iðnaðarrækju til frek- ari vinnslu í landi. „Við leggjum áherslu á gæði og hámarks afurða- nýtingu,“ útskýrir Ragnar. „Þetta þýðir að hver og einn fiskur fær toppmeðhöndlun í öllu ferlinu, allt frá lifandi fiski til frystra afurða. Auk þess er kerfið hannað til að nýta allar aukaafurðir til hin ýtrasta til að hámarka verðmæti þeirra.“ Samvinna er lykillinn að árangri Skipið og öll kerfi þess eru hönnuð og smíðuð af teymi sérfræðinga frá Westcon skipasmíðastöðinni, Ulstein Design & Solutions AS, CFlow Systems, PTG og nú Skag- anum 3X. „Við erum stolt af því að viðskiptavinurinn hefur valið okkur með í þetta verkefni og afar stolt af því að vera hluti af þessum hópi,“ segir Ragnar. „Reynsla okkar af íslenskum og alþjóðlegum fisk- iðnaði hefur gert okkur kleift að byggja upp teymi á heimsmæli- kvarða. Okkar teymi leggur ítar- lega vinnsluþekkingu, nýsköp- unarhugsun og tæknilega sérfræði- þekkingu til þessa verkefnis.“ Um Skagann 3X Skaginn3X er fyrirtæki sem hefur vaxið upp í sterku samstarfi við íslenskan sjávarútveg og er nýstár- legur hátækniframleiðandi á kæli-, frysti- og vinnslukerfum fyrir alþjóðlegan matvælaiðnað og í raun alþjóðlegur leiðtogi í uppsjávar- vinnslukerfum. Systurfyrirtæki þess, Baader Ísland er innflytjandi, framleiðandi og þjónustuaðili fyrir Baader, Trio og Seac fiskvinnslu- vélar. Öll fyrirtækin eru nú undir einu þaki á Íslandi og að fullu í eigu Baader sem er alþjóðlegur leiðtogi í þróun og framleiðslu fiskvinnslu- tækja. „Sameiginleg staðsetning og stjórnun á Íslandi hefur það að mark- miði að hraða samstarfi við atvinnu- greinina með framúrskarandi þjón- ustu og nýsköpun að leiðarljósi sem mun nýtast sjávarútvegi á Íslandi og alþjóðlega,“ segir í tilkynningu frá Skaganum 3X. mm/ Ljósm. og teikningar aðsendar Eins og íbúar í Borgarnesi hafa orðið varir við standa nú yfir framkvæmdir við Borgarbraut á milli Böðvarsgötu og Egilsgötu. Verið er að endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu- og vatns- lagnir ásamt því sem yfirborð götu og gangstíga verður endurnýjað. Gatan er því lokuð og umferð beint um eina hjáleið sem sérstaklega var lögð vegna þessa; yfir Kveldúlfsvöll og um Berugötu. Upphaflega stóð til að hjáleið vegna þessa verkefnis í gamla bæjarhlutanum yrði um Böðvars- götu, Þórólfsgötu og Sæunnargötu, en því var mótmælt m.a. af íbúum við göturnar, fagaðilum og bif- reiðastjórum. Því ákvað byggðarráð í sumar að leggja fyrrnefnda hjáleið yfir Kveldúlfsvöll og um Berugötu. Í tilkynningu frá byggðarráði fyrr í sumar sagði að markmiðið með þessari hjáleið væri að draga úr umferð- arþunga sem annars lægi allur um Böðvars götu, Þórólfsgötu, Sæunnar- götu og Bjarnarbraut. „Um er að ræða vandasama ákvörðun þar sem horft var til fjölmargra þátta en þar vega öryggismálin þyngst,“ sagði í bókun byggðarráðs. Íbúi við Berugötu, sem hafði samband við ritstjórn, er hins vegar allt annað en sáttur við hvernig staðið er að stýringu umferðar um götuna og telur umferðina ógn við öryggi. Auglýstur umferðarhraði væri vissulega 20 km/klst en hraði umferðar væri þó mun meiri. Við- komandi segist ekki hafa fengið svör við athugasemdum og fyrirspurnum hjá sveitarfélaginu. Segir að íbúum hafi í sumar verið kynnt þessi fram- kvæmd þannig að um hringakstur yrði að ræða, að umferð í aðra áttina yrði beint um Berugötu en í hina áttina yrði henni beint um Sæunnargötu, Þórólfsgötu og Böðvarsgötu. Við það hafi hins vegar ekki verið staðið og allri umferð beint um götuna hjá þeim. Íbúi þessi segir umferðahraða alltof mikinn með tilheyrandi hættu fyrir börn og aðra gangandi umferð. „Nú er innan við vika í að grunn- skólinn hefji starfsemi sína og þá stór- eykst umferð gangandi fólks þarna um. Það er algjört lágmark, að mínu mati, að þarna verði settar upp hraða- hindranir þannig að raunhraði verði 20 km/klst og helst sett upp ljós sem sýna ökumönnum raunhraða. Þá er mönnuð gæsla lífsnauðsynleg þegar skólabörnin bætast við á leið sinni í grunnskólann,“ segir þessi íbúi við Berugötu í samtali við Skessuhorn. Þarf að sýna þolinmæði og umburðarlyndi Stefán Broddi Guðjónsson sveit- arstjóri segir að framkvæmdir við Borgar braut séu til þess að koma veitumálum í neðri bænum á góðan stað og þar með mikið lífsgæða- mál fyrir íbúa. „Í þeim felst óneitan- lega mikið rask fyrir íbúa og atvinnu- líf. Á móti munum við fá nýjar lagnir og betri götur. Þangað til stöndum við frammi fyrir því að velja illskásta kostinn varðandi miðlun umferðar milli bæjarhluta. Það er svo sem ekk- ert nýtt undir sólinni þar enda við- fangsefni sem stjórnendur í þéttbýli um allan heim þurfa að fást við þegar framkvæmdir eru annars vegar,“ segir Stefán Broddi. Hann segir það rétt að fyrsta hjáleið hafi legið um langan veg, um Böðvarsgötu, yfir holtið og Sæunnargötu. „Sama hvernig á það er litið er það enn verri kostur heldur en sú hjáleið sem varð fyrir valinu. Ég held að langflestir sem málið varðar séu sammála því. Því miður bitnar það á íbúum í botnlanganum við Berugötu og við biðjum þá um að sýna þolinmæði og umburðarlyndi.“ Hann segir að umferðarhraði hafi síðan verið færður niður í 20 kíló- metra um hjáleiðina. „Síðan það var gert hefur aðeins einn aðili viðhaft gagnrýni við mig á þessari útfærslu. Þessi gagnrýni er málefnaleg og ég held að við höfum sýnt að við erum tilbúin að bregðast við. Nú styttist í skólasetningu og þegar börn verða á leið í skóla verður gangbrautarvörður á staðnum en mér heyrist mikil ánægja hafa verið með störf gang- brautarvarðar á þessum stað síðustu áratugi. Ég kannast ekki við að íbúum hafi verið kynnt að áformað væri að hjáleiðin yrði hluti af hringakstri. Ég veit að sú hugmynd var rædd en náði ekki lengra enda hefði hún líklega engu breytt varðandi umferðarhraða. Varðandi verkið sjálft þá heyrist mér að nú sé búið að ljúka snúnum áfanga er varðar fráveitumálin og brátt verði því hægt að fjölga starfsmönnum í framkvæmdavinnu. Það er allra hagur að verkið gangi hratt. Borgarbyggð á um tíunda hlut af verkinu og snýr að endurnýjun gangstétta en erum á reglulegum verkfundum með verk- aðila,“ segir Stefán Broddi í samtali við Skessuhorn. mm/ Ljósm. glh Skaginn 3X gerir stóran samning við BlueWild BlueWild teymið. Frá vinstri: Frank R. Myklebust, COO BlueWild, Helge Kittilsen, CCO BlueWild, Ragnar A. Guðmundsson frá Skaganum 3X, Tore Roaldsnes CEO BlueWild, og Gunnar Hessen verkefnastjóri BlueWild. Skaginn 3X mun framleiða háþróaða vinnslulínu um borð í nýjan, byltingarkennd- an togara fyrir norska útgerðarfélagið Bluewild. Berugatan. Telur ekki boðlegt hvernig staðið er að umferðarstýringu um hjáleið Horft til suðurs eftir hjáleiðinni um Berugötu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.