Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 17.08.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 202220 Matvælastofnun óskaði nýerið eftir áliti Lyfjastofnunar á því um hvort melatónín skuli flokkast áfram sem lyf hérlendis, óháð styrkleika. Lyfja stofnun hefur svarað álits- beiðninni með þeirri niðurstöðu að melatónín af vægasta styrkleika, eða 1 mg verði ekki flokkað sem lyf, að tilteknum skilyrðum upp- fylltum. Efnið melatónín hefur verið flokkað sem lyf hérlendis, óháð styrkleika og því hefur það verið bannað í matvælum á grund- velli matvælalaga. Innflutningur, markaðssetning og dreifing efnisins sem matvæli þ.e.a.s. fæðubótarefni, hefur ekki verið heimil hingað til. Mjög er mismunandi eftir löndum hvort sett eru mörk fyrir styrk efnisins varðandi hvenær það telst lyf og hvenær megi selja það sem fæðubótarefni. Þannig má víða erlendis kaupa í versl- unum, án lyfseðils, melatonin í töfluformi af styrkleikanum 2, 5 eða 10 mg. Þessar mismunandi reglur hafa eðlilega valdið ruglingi hjá neytendunum, sem keypt hafa melatónín sem fæðubótarefni í ferðum erlendis, þrátt fyrir að það sé ekki skilgreint sem löglegt af innlendum álitsgjöfum og stofn- unum. Hér á landi hefur því um árabil verið virkur „svartur mark- aður“ fyrir efnið, enda er almennt talið að melatonin sé skaðlítið, eða skaðlaust efni sem nota má í stað lyfseðilsskyldra og ávanabind- andi svefnlyfja. Sem dæmi um mis- munandi skilgreiningu efnisins má nefna að melatonin er lyfseðils- skylt í Bretlandi og var samþykkt sem lyf til lækninga af Evrópusam- bandinu árið 2007. Sum ESB lönd fara þó ekki eftir þeim reglum og sem dæmi er hægt að kaupa 10 mg melatonin í lyfjaverslunum í Grikk- landi án lyfseðils. Í Bandaríkjunum er melatonin ekki samþykkt sem læknislyf og selt í matvöruversl- unum. Melatónín er hormón sem myndast í heilaköngli. Það stillir dægursveiflu/líkamsklukku milli svefns og vöku. Ef birta í umhverfi er mikil þá hamlar það framleiðslu melatónín en framleiðsla melatóník eykst í lítilli birtu og hormónið býr líkamann undir svefn. Melatónín var uppgötvað árið 1958. Niðurstaða hinnar íslensku Lyf- jastofnunar er að fæðubótarefni sem inniheldur 1 mg eða minna af melatónín í dagskammti falli ekki undir skilgreiningu á lyfi, að því gefnu að við markaðssetningu vör- unnar sé hún ekki sögð búa yfir eiginleikum sem koma að gagni við meðferð sjúkdóma hjá mönnum eða við forvarnir gegn sjúkdómum. Stofnunin leggur til að melatónín í hærri styrk en 1 mg/dag verður hins vegar áfram flokkað sem lyf. mm Þau Bryndís Birgisdóttir og Ingi Gunnar Kristbergsson eru um þessar mundir að undirbúa opnun Metabolic stöðvar að Brákarbraut 18 í Borgarnesi, í húsnæði sem Björgunarsveitin Brák seldi nýverið. Ingi Gunnar er frá Hofsstöðum í Stafholtstungum og Bryndís frá Kópavogi en þau kynntust við nám í viðskiptafræði á Bifröst. Þau eru því bæði viðskiptafræðingar en Bryndís er einnig einkaþjálfari og hóf að kenna Metabolic í Borgar- nesi síðastliðinn vetur. Þau segja það lengi hafa verið draum þeirra að opna stöð í Borgarnesi, draum sem nú verður að veruleika. ,,Þetta verður allur pakkinn“ Bryndís og Ingi segja hugmyndina að stöðinni hafa kviknað fyrir mörgum árum en ekki hafi orðið af henni fyrr en nú vegna flutninga og heimsfaraldurs. ,,Það er mjög fyndið að segja frá því en þegar ég var að þjálfa á Bifröst árin 2016 til 2019 var ég alltaf með þessa hug- mynd um að opna stöð í Borgar- nesi. Svo breyttust tímarnir og við fluttum burt um tíma en erum komin til baka núna. Okkur lang- aði mjög mikið að koma aftur en við erum mjög spennt fyrir þessu samfélagi og erum með gott tengslanet hér. Við fórum eigin- lega bara strax að leita að húsnæði þegar við fluttum aftur í Borgar- fjörðinn fyrr á þessu ári. Nú erum við komin með þetta flotta hús- næði sem er í heildina 400 fer- metrar en salurinn sjálfur er 200 fermetrar. Svo erum við að vinna í því að útbúa móttöku, búnings- klefa og hér verður barnahorn líka. Þetta verður allur pakkinn,“ segja þau í sameiningu. Æfingakerfi sem hentar öllum Metabolic er tiltölulega nýtt æfingakerfi sem hefur verið að ryðja sér til rúms á Íslandi. Kerfið býður upp á hreyfingu í mismunandi erfið leikastigum svo tímarnir henti sem flestum. ,,Metabolic er vöru- merki eða æfingakerfi sem Helgi Guðfinnsson í Grindavík stofnaði og á. Æfingarnar virka þannig að þetta er í fjórum erfiðleikastigum þannig að þegar þú mætir á æfingu getur þú alltaf valið hvaða erfið- leikastig hentar þér þann daginn. Það er þess vegna alltaf hægt að mæta dagsformi hvers og eins, það er það góða við metabolic. Svo er þetta líka í fjögurra vikna ákefðar- bylgjum, í fyrstu vikunni förum við rólega af stað, höfum lengri hvíldartíma og styttri vinnutíma. Svo aukum við ákefðina eftir því sem líður á vikurnar. Æfingarnar eru ekkert öðruvísi en hvað annað en við erum alltaf að vinna með þessar grunnæfingar sem eru öllum hollar,“ segir Bryndís. Sérstakir tímar fyrir konur á og eftir meðgöngu Opið verður fyrir alla iðkendur í hóptíma en einnig verður hægt að koma í einkaþjálfun eða mæta á almennum opnunartíma til að sinna æfingu dagsins. Bryndís er einnig sérhæfð í hreyfingu fyrir verðandi og nýbakaðar mæður en hún segir það sérstakt áhugasvið. ,,Það verður þannig að allir iðkendur munu hafa aðgang að hóptímanum í Metabolic og svo verðum við með almenna opnun líka á milli tímanna svo fólk geti komið þegar hentar. Einnig verður hægt að sinna algjörlega sínu óháð metabolic kerfinu og svo verður auðvitað einkaþjálfun í boði. Við verðum líka með sérstaka tíma fyrir konur á og eftir meðgöngu en ég hef sérhæft mig svolítið í því og hef gríðarlegan áhuga á því sviði,“ segir Bryndís. Stefnt að opnun í september Bryndís og Ingi segjast hlakka til að opna stöðina, þau lofa opnunar- partýi með opnunartilboðum en segja stefnuna setta á að opna 12. september. ,,Svo er ýmislegt annað í pokahorninu sem kemur í ljós seinna. Við erum búin að setja stundatöflu á Facebook og Instagram en þar má finna okkur undir „metabolicborgarnesi“. Sú stundatafla hefst í Íþróttahúsinu þangað til við opnum hér. Stefnan er að opna svo 12. september ef allt gengur eftir. Við þurfum að keyra vel áfram núna til að ná að klára. En það verður opnunarpartý og opnunar tilboð þegar þar að kemur og við vonum að sem flestir komi.“ sþ Melatonín leyft með minnsta styrkleika Húsnæðið er í heildina 400 fermetrar, salurinn telur um 200 fermetra og mun koma til með að fá nýtt útlit á næstu vikum. Einnig verða búningsklefar, móttaka og barnahorn. Opna í september líkamsræktarstöð í Brákarey Bryndís og Ingi undirbúa opnun Metabolic stöðvar í Brákarey í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.