Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2022
Júlía Magnúsdóttir segir sitt hlutverk að finna út hvernig njóta megi sætinda og bakkelsis þannig að það sé gómsætt og hollt fyrir kroppinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Getum notið jólakrása án sektar
Sektarlausir og sætir bitar eru sérsvið heilsumarkþjálfans og heilsukokksins Júlíu Magnús-
dóttur. Hún segir Feel Iceland kollagen frábæra viðbót við hreint og heilnæmt fæði. 2
Karl hefur starfað lengi fyrir GR.
gummih@frettabladid.is
Karl Jóhannsson úr Golfklúbbi
Reykjavíkur er sjálfboðaliði ársins
2022 hjá Golfsambandi Íslands en
tilkynnt var um valið á formanna-
fundi Golfsambands Íslands um
nýliðna helgi.
„Að starfa fyrir íþróttafélag sem
sjálfboðaliði er alla jafna gefandi
og skemmtilegt,“ sagði Hulda
Bjarnadóttir, forseti Golfsambands
Íslands, þegar Karl var heiðraður á
formannafundinum.
Karl, sem er fyrrverandi lands-
liðsmaður í handbolta og var um
árabil einn besti handboltadómari
landsins, sá tækifæri til að bæta
og gera félagsstarf eldri kylfinga
öflugra hjá Golfklúbbi Reykjavíkur
fyrir nokkrum árum og hefur
haldið því áfram. Fram kemur á
heimasíðu Golfsambands Íslands
að eldri kylfingar hafa verið dug-
legir að mæta og taka þátt í golf-
mótum á sumrin á vegum Karls
auk þess sem hann hefur skipulagt
púttmót og verið með bingó eftir
vetrarmánuðina.
Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
Karl hefur unnið ýmis önnur
sjálfboðaliðastörf fyrir Golfklúbb
Reykjavíkur allt frá árinu 1965.
Hann var formaður golfklúbbsins
1983–1985 auk þess sem hann
hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðar-
störfum í gegnum tíðina og verið
viðriðinn uppbyggingu Golf-
klúbbs Reykjavíkur til fjölda ára. n
Karl sjálfboðaliði
ársins hjá GSÍ