Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 7

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 7
1. INNGANGUR 1.1. ALMENNT Notkun tóbaks og vímuefna er verulegt vandamál hér á landi, eins og í nágrannalöndum okkar. Þessi efni hafa ekki eingöngu skaðleg áhrif á heilsufar notenda, heldur eru þau einnig samverkandi orsök ýmissa félagslegra vandamála. Afleiðingar þessarar neyslu kosta þjóöfélagið gífurlega fjármuni á sviói félags-, heilbrigðis- og tryggingamála, menntamála, löggæslu- og dómsmála, svo að ekki sé minnst á fjarvistir frá vinnu, auk óhamingju einstaklinga og fjöl- skyldna, sem ekki verður metin til fjár. Þrátt fyrir það varnarstarf, sem nú þegar fer fram, bendir fátt til þess að varanlega dragi úr notkun þessara efna.Þarf áreiðanlega enn viðtækari aðgeróir, með nánu samstarfi fjölmargra aðila, ef betri árangur á aó nást. 1.2. ÁFENGI Síðustu áratugina hefur skráó heildarsaia áfengis hér á landi aukist jafnt og þétt. Samfara aukinni sölu áfengis hafa áfengis- neysluvenjur breyst, einkum meðal unglinga. Samkvæmt niðurstööum kannana á áfengisneyslu unglinga neyta tiltölulega fleiri þeirra áfengis en áóur var, einnig oftar og meira hverju sinni. Aðrar niöurstööur eru þær að áfengisneytendum meðal stúlkna hefur fjölgaö og virðist nú vera lítill munur á áfengisneyslu pilta og stúlkna, og að unglingarnir eru nú yngri en áður þegar þeir neyta áfengis í fyrsta skipti. Þá hafa áfengisvenjur fullorðins fólks einnig breyst, einkum meöal kvenna, sem nú drekka oftar og meira en áður. Norrænar kannanir sýna svipaða þróun. Margt bendir þó til að minna sé um stórdrykkjumenn en áður var. Síðustu árin hefur oröið breyting á viðhorfi manna til áfengis sem vandamáls. Nú er meira rætt um vandann og minna ber á fordómum gagnvart þeim sem þurfa meðferðar við. Líklegt er aó starf SÁÁ hafi haft mikil áhrif á afstöðu almennings til þessa þjóöfélagsvandamáls. Áhrif áfengisnotkunar á heilsufar eru margvísleg. Of mikil áfengis- neysla er talin vera veigamikil orsök ýmissa sjúkdóma, svo sem magabólgu, magasárs, skorpulifrar og heilarýrnunar. Talió er aó 10-20% innlagna á almenn sjúkrahús eigi rót sína að rekja til áfengisnotkunar. Vistrými fyrir áfengissjúka hefur aukist, og taliö er aó 4-5% af heildarfjölda innlagóra sjúklinga dvelji á slíkum stofnunum. Þá má tengja mörg sjálfsmorð, slys og líkamsmeiö- ingar áfengisneyslu. Á íslandi er rekin ríkiseinkasala á áfengi, og er það athyglisvert aö útsöluverð á áfengi hefur a.m.k. siðastliðna tvo áratugi fylgt kaupmætti. Ekki hefur veriö lagt mat á þaó hérlendis hvort fjárhagslegur ávinningur er af sölu áfengis, borið saman vió það tjón er hlýst af áfengisneyslu. Ýmsar erlendar kannanir benda til þess að gróði þjóöfélagsins sé lítill eða enginn, ef tekið er tillit til út- gjalda vegna heilbrigöisþjónustu við áfengissjúka, lögbrota og fjarvista frá vinnu, en á móti reiknaður fjárhagslegur ágóöi hins opinbera af sölu áfengis. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.