Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 14

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 14
Tafla 3: Skipting heildarneyslu eftir tegundum, miðað við hreinan vinanda, 1979. Sala ÁTVR Bjór Létt vin 27,4% Sterk vin 72,6% Umreiknuð ársneysla 12,1% 21,7% 66,2% Tafla 4: Árleg meðalneysla af hreinum vínanda i lítrum, 1979. Karlar Konur 20-29 ára 4,97 1,75 30-39 ára 3,80 1,47 40-49 ára 4,56 1,80 50-59 ára 2,01 0,76 60-69 ára 1,40 0,03 4,01 1,51 Sérstaklega var könnuð áfengisneysla þeirra sem svaraó höfðu í fyrra skiptió en ekki í þaó síðara og kom i ljós aó í þeim hópi voru fleiri stórneytendur og fleiri meó misnotkunareinkenni en í þeim hópi sem svaraði í bæði skiptin. I samnorrænni könnun sem gerð var árið 1979 í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á Islandi kom fram aó neysla bjórs, léttra vína og sterks áfengis á Islandi er eins og sýnt er í töflu 3 (16). Könnunin leiddi i ljós að karlar neyta áfengis oftar en konur og á þetta viö um allar vintegundir. Karlarnir drekka meira áfengi en konur og yngstu karlarnir, 20-29 ára, drekka mest (sjá töflu 4). Þá kom i ljós að um 10% karlanna drekka 47% af þvi áfengismagni sem karlar neyta og 10% kvennanna drekka 62% af þvi áfengismagni sem konur neyta, og að þriðjungur karlanna og tveir þriðju kvenn- anna neyta litils áfengis. 2.1.3. Neysluvenjur áfengissjúklinga Á íslandi hafa ekki verið gerðar sérstakar kannanir á neysluvenjum áfengissjúklinga. Tómas Helgason og Gylfi Ásmundsson gerðu könnun á atferli, uppruna og áfengisneysluvenjum á hópi ungra karla i Reykjavik, sem voru handteknir fyrir ölvun á almannafæri tvisvar i sama mánuði árin 1965-1967 (41). Samanburðarhópur var valinn, karlar sem höfóu verið i sama barna- skóla og þeir sem voru handteknir, á sama aldri og meó svipaða einkunn á barnaprófi. Drykkjusiðir hópanna reyndust vera ólikir. Vikuna fyrir viðtalið höfðu tvöfalt fleiri úr handtekna hópnum neytt áfengis og þeir höföu neytt tvöfalt meira magns a sama tima og samanburðarhópurinn. Handtekni hópurinn hafói aukið sina drykkju undanfarin ár, en helmingur samanburóarhópsins hafði minnkað sina drykkju siðustu árin. Viðhorf hópanna til áfengis- drykkju voru ekki þau sömu. Handtekni hópurinn taldi 5 einfalda drykki hæfilegt magn á kvöldi en samanburðarhópurinn taldi 3 14

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.