Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 19

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 19
2.2. FRÆÐSLA 2.2.1. Bindindisfræðsla i skólum Ýmsir aðilar hafa unnið að bindindisfræðslu. Á vegum menntamála- ráðuneytisins hafa verið gefnar út leiðbeiningar fyrir kennara um bindindisfræðslu i grunnskólum. í greinargerð frá skólarannsókna- deild menntamálaráðuneytisins er fjallað um stöðu bindindisfræðslu i skólum. Þar kemur fram, að frá árinu 1977 hefur námsstjóri i kristnum fræðum haft það verkefni að hafa umsjón með bindindis- fræðslunni á grunnskólastigi (37). í 31. grein áfengislaga, nr. 84/1971, kafla um áfengisvarnir, segir svo: "í öllum skólum, er opinbers styrks njóta, skal fara fram fræðsla um áhrif áfengisnautnar. Sérstaka áherslu skal leggja á að upp- lýsa, hvaða áhrif ofnautn áfengis hefur á likama mannsins, vinnuþrek, siðgæðisþroska hans og sálarlif, á heimili manna, um- gengnisvenjur og almenna siðfágun, á fjárhag einstaklinga og þjóðarinnar, á öryggi i vandasömu starfi og atvinnu manna almennt. Enn fremur skal veita fræðslu um þaó, hver sé öruggasta leiðin til að forðast ofnautn áfengis. Fræðslumálastjórninni skal skylt að sjá svo um, að skólarnir eigi þess jafnan kost að fá hentugar kennslubækur og kennslu- kvikmyndir til fræðslu um áhrif áfengisnautnar eftir þvi sem við á á hverju skólastigi. Ráðherra setur með reglugerð nánari fyrirmæli um fræðslu sam- kvæmt þessari grein, þar á meóal um fjölda kennslustunda i hverjum skóla. " Engin reglugerð var gefin út eftir setningu þessara laga árið 1971, en reglugerðin með áfengislögunum frá 1956 látin gilda áfram. Þá er vakin athygli á þvi i greinargerðinni að engin hlióstæð ákvæði eru i lögum um önnur ávana- og fikniefni. Einnig er á það bent að það verði að teljast óeðlilegt að lagaákvæði um slikt skólastarf séu eingöngu i áfengislöggjöf en ekki jafnframt i fræðslulöggjöf. 1 könnuninni 1976 (7) kom i ljós aö um það bil helmingur 14 ára unglinga i Reykjavik taldi sig hafa fengið fræóslu um áfengismál en þar af voru aðeins 1,3% sem höfðu fengió meira en 10 tima fræóslu. Árið 1930 sögðust 57% hafa fengið áfengisfræðslu i skólum (15 og 17 ára nemendur), 22% i útvarpi og sjónvarpi og 23% hjá for- eldrum. Um 17% sögðust ekki hafa fengið neina fræðslu um hugsan- legar afleiðingar áfengisnotkunar (14). 2.2.2. önnur bindindisfræósla Á vegum Áfengisvarnaráðs hafa verið tekin saman gögn fyrir hóp- vinnu um áfengi og áhrif neyslu þess, og erindreki Áfengisvarnaráðs hefur haldið námskeió fyrir kennara. Einnig hefur verið tekin saman skýrsla um hugmyndir varðandi fræóslu fyrir almenning um áfengis- mál. Meðal annarra aðila sem starfa aó upplýsingamiðlun um 19

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.