Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 21

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 21
Tafla 13 : Tiðni innlagna á geðsjúkrahús, vegna áfengissýki, árin 1967-68, eftir búsetu, miðað við 100.000 (30). Þéttbýli ........ 116 Kauptún........ 48 Sveitir .......... . 19 Tafla 14: Tiðni innlagna á geðsjúkrahús, vegna áfengissýki, árin 1967-68, eftir hjúskaparstétt, mióað vió 100.000 (30). Karlar Konur Ekki i hjónabandi ..... 139 33 í hjónabandi............. 183 44 Fráskildir ............... 472 115 Alls 180 45 2.3.2. Tiðni innlagna vegna áfengissýki Eftir þvi sem best er vitað eru hlutfallslega færri íslendingar haldnir alvarlegum áfengissjúkdómum en gerist meðal næstu nágranna- þjóða okkar. Þótt alvarlegir áfengissjúkdómar séu hér hlutfallslega fátióari, þá er hér langmestur viðbúnaður til þess að annast áfengissjúklinga, bæði hvað varðar fjölda vistrýma og tiðni inn- lagna. Tafla 11 sýnir skiptingu rúma á meðferðarstofnunum fyrir áfengissjúka. Frá 1977 til 1981 hefur rúmum fjölgað um 90. Tiðni innlagna árin 1979-81 á hinar ýmsu sjúkra- og meðferðar- stofnanir, vegna drykkjusýki, var eins og sýnt er i töflu 12. Sérstök athygli skal vakin á þvi að tölur þessar gefa ekki til kynna fjölda þeirra einstaklinga sem leitað hafa til stofnananna, heldur einungis fjölda innlagna þessi ár. Mikið er um að sömu einstaklingarnir leiti itrekað hjálpar, ýmist hjá einni stofnun eða fleirum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það, um hve marga einstaklinga er að ræða, nema fyrir árið 1977, en þá voru 1082 lagðir inn, 203 konur og 879 karlar, á opinberar stofnanir (24). Um 1200 einstaklingar voru lagðir inn á landinu i heild, og eru þá bæði taldar opinberar stofnanir og einkastofnanir. Á vegum framkvæmdanefndar Heilbrigðismálaráðs Reykjavikurlæknis- héraðs var gert sjúklingatal á öllum sjúkrastofnunum i læknis- héraðinu i lok marsmánaðar 1981 (49). Einnig var safnað upplýsingum um tilefni innlagna, aldur, aðalsjúkdóm, lengd dvalar o. fl. Samtals voru skráöir 1883 sjúklingar á sjúkrastofnunum þennan dag, 1763 legusjúklingar og 120 dagvistunarsjúklingar. Á geðdeildum dvöldust 368 sjúklingar og af þeim voru 72 eða 19,6% til meðferðar vegna drykkjusýki og lyfjamisnotkunar. Dagvistunarsjúklingar á geðdeildum voru 67, þar af 5 (7,5%) vegna drykkjusýki og lyfjamisnotkunar. Ekki hefur verið geró ýtarleg könnun á þjóöfélagsstöðu þeirra sem lagðir eru inn vegna áfengissýki. Margt bendir þó til þess að minni rnunur sé hér á áfengissýki eftir stéttun en i nágrannalöndunum. Hins vegar er ljóst að margfalt fleiri úr þéttbýli en dreifbýli eru vistaðir á geðsjúkrahúsum vegna áfengissýki, eins og sjá má á töflu 13. Ennfremur er ljóst, aó tiðni innlagna er hæst meðal 21

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.