Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 35

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 35
staklingurinn hefur reykt, einnig meö fjölda reyktra sígaretta á dag, sogdýpt og magni tjöruefna í sígarettunni. Krabbamein í lung- um var alls staðar mjög sjaldgæfur sjúkdómur um síðustu aldamót en sums staðar er lungnakrabbamein nú orðið algengasta krabba- meinið hjá körlum og svipuð þróun viröist vera á ferðinn hjá konum. Þaó er til marks um aukningu lungnakrabbameins hér á landi að árin 1931-54 (24 ár) fundust hér 34 manns meö þennan sjúkdóm, en árin 1975-79 (5 ár) var fjöldi greindra tilfella 262. 3-4.2. Langvinn berkjubólga og lungnaþemba Tóbaksreykingar eru verulegur orsakaþáttur í langvinnri berkju- bólgu og lungnaþembu, miklu mikilvægari en hin venjulega loft- mengun. í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að hættan á langvinnri berkjubólgu eöa lungnaþembu sé minnst þreföld og allt að því tvítugföld meðal reykingamanna. Er þaö m.a. háð kyni, aldri og fjölda reyktra sígaretta á dag. Einkenni frá öndunarfærunum gera vart við sig löngu áður en alvarlegar skemmdir eru orðnar. Hósti og uppgangur er miklu algengari hjá reykingamönnum en þeim sem reykja ekki. Þessi óþægindi geta einnig verið algeng hjá mjög ungum sígarettureykingamönnum, jafnvel táningum. öndunarfærasýkingar, m.a. lungnabólga, eru algengari og alvarlegri meðal sígarettu- reykingamanna en þeirra sem reykja ekki, en það eykur m.a. áhættu við svæfingar í sambandi viö skurðaðgerðir. 3.4.3. Kransæðasjúkdómar Kransæðasjúkdómar valda fleiri dauðsföllum en nokkrir aðrir sjúk- dómar. Arið 1979 dóu um 470 manns úr þeim hér á landi. Dánartiðni vegna kransæðasjúkdóma er mun hærri meðal sigarettureykingamanna en þeirra sem reykja ekki. Þetta á sérstaklega við miðaldra fólk og yngra. Körlum á aldrinum 45-54 ára, sem reykja meira en 20 síga- rettur á dag, er þrisvar sinnum hættara við dauða af þessum sjúk- dómum en jafnöldrum þeirra sem reykja ekki. Meðal kvenna á sama aldri meö sömu sígarettunotkun er dánartiðni tvöföld. Margir áhættuþættir geta verið að verki samtimis i sambandi við krans- æðasjúkdóma. Reykingar eru einn þessara áhættuþátta. Meðal annarra má nefna háþrýsting (of háan blóóþrýsting) og hækkaóa blóðfitu 35

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.