Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Síða 36

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Síða 36
(m.a. kólesteról). Sígarettureykingamönnum er hættara viö krans- æðasjúkdómum þótt aðrir áhættuþættir séu ekki til staðar en hættan er sérlega mikil ef þeir bætast ofan á. 3.4.4. Aðrir æðasjúkdómar Fitu- og kalkskellur og e.t.v. blóðsegar geta líka myndast í öðrum slagæðum. Sérstaklega má minnast á slagæðar til útlima. Æðaþrengslin minnka blóðstreymið og drep getur orðið í stórum eða litlum hluta fóta eða fingra. Sígarettureykingar eru mikilvægur áhættuþáttur þessa sjúkdóms sem veróur sífellt algengari. Gera þarf.uppskurð á mörgum þessara sjúklinga til að hindra drep og er þar aðallega um reykingamenn aó ræða. Mjög mikil fita og kalk getur sest í vegg meginæðar (aorta) þannig aö hann verður allur veikari. Það getur leitt til þess að æðin víkki út og bresti og hlýst oftast af því banvæn blæðing. Reykingamenn deyja mun frekar úr þessum s.júkdómi en þeir sem reykja ekki. 3.4.5. Krabbamein annars staðar en 1 lungum Rannsóknir hafa sýnt sexfalda til tifalda tíðni krabbameins í munnholi meóal reykingamanna miðað við þá sem reykja ekki, sex- falda til þrettánfalda tíóni krabbameins í barka og tvöfalda til áttfalda tiðni krabbameins i vélinda. Pipureykingar geta valdið krabbameini i vör. Sigarettureykingar eru taldar ein af orsökum krabbameins i þvagblöðru og helmingi meiri likur eru til að siga- rettureykingamenn deyi úr sjúkdómnum en þeir sem reykja ekki. Einnig er samband milli sigarettureykinga og krabbameins i brisi og i nýrum. 3.4.6. Sár í maga og skeifugörn Maga- og skeifugarnarsár eru tiðari hjá sigarettureykingamönnum en þeim sem reykja ekki svo og dauðsföll af völdum þessa sjúkdóms. Hjá karlmönnum er munurinn næstum þvi 100% en hjá konum meira en 50%. Munurinn verður þvi meiri sem fleiri sigarettur eru reyktar á dag. 3.4.7. Sjúkdómar i munnholi Reykingamönnum er hæt.tara en öörum við tannholdsbólgu, við hæg- fara græðslu eftir tanndrátt og við gómsári. Tiðni tannsliðurs- bólgu fer vaxandi með aldri, bæði hjá reykingamönnum og öðrum. En i öllum aldursflokkum er tannsliðursbólga algengari meðal fólks sem reykir. Munurinn er sérlega áberandi meðal miðaidra fólks. Ein rannsókn sýndi að ungir reykingamenn höfðu sömu tiðni tann- sliöursbólgu og fólk sem var fimmtán árum eldra og reykti ekki. 3.4.8. Reykinqar og þungun (3,48) Konur sem reykja á meögöngutimanum hafa bókstaflega áhrif á tvö lif, sitt eigið og hins ófædda bárns. Rannsóknir i mörgum löndum sýna að vanfærar konur sem reykja fæða öðrum konum oftar börn sem eru undir meðalþyngd. Fyrirburar eru helmingi algengari hjá þeim og þeim er hættara við fósturláti og andvana fæðingum. Enn fremur er dánartala fyrsta mánuðinn eftir fæðingu hærri meðal barna sem eiga mæður sem reyktu á meðgöngutimanum. Rannsóknir benda einnig til þess að reykingar á meðgöngutima geti haft varanleg áhrif á likam- legan og andlegan þroska barnanna, a.m.k. t.il 11 ára aldurs. 36

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.