Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 38

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 38
4.1.1. Ahrif kannabisneyslu (34,53,54,55) Nýlega hafa bandarisk og sænsk yfirvöld birt skýrslur um þróun kannabisneyslu og afleiðingar hennar. Ástæða er til að nefna helstu niðurstöður úr þessum skýrsium. í skýrslu bandariskra heilbrigðisyfirvalda, sem út kom 1980, kemur fram að á nokkrum árum hefur fjöldi marijuananeytenda meðal 18 ára og yngri nær tvöfaldast i Bandarikjunum. í sumum rikjanna eru 20-30% skólaunglinga reglulegir neytendur. Hlutfallslegur fjöldi þeirra er reynt hafa þessi efni hefur aukist úr 39% i 69%, en hlutfall reglulegra neytenda hefur aukist úr 6% i 19% á árunum 1971-79. Niðurstöður skýrslunnar um læknisfræðileg áhrif langvar- andi kannabisneyslu eru þessar: a. Hass er ávanabindandi (sálræn vanamyndun). b. Kannabisnotkun hefur skaðleg_áhrif_á_geóheilsu fólks. Dreifi- bréf hafa verið send bandariskum læknum, þar sem bent er á að til geðsjúkrahúsa leiti nú kannabisneytendur á aldrinum 30-40 ára i vaxandi mæli með einkenni um langvinnar djúpstæðar geðtruflanir svo sem aðsóknarkennd og einkenni \am geðrof. Þessir einstaklingar voru margir veilir fyrir á einhvern hátt. c. Kannabisreykingum fylgja oft bre^tin^ar_á_persónuleika. Kanna- bisneytendur draga sig iðulega i hle fra dagiegum önnum, takast siður á við vandamál, eiga erfitt með að taka ákvarðanir, verða sinnulausir og liklegri til að hverfa inn i eigin skel en ella. Ýmsir hafa bent á að erfitt sé að greina á milli hvort kannabis- neysla sé orsök eða afleiðing þessa. d. Nærminni_versnar. Reglulegum kannabisneytendum gengur illa i skóla. Nu er ljóst að ein ástæða þessa er, að minni versnar og skilningur sljóvgast. Erlendis hefur foreldrum verið bent á að fyrstu einkenni um kannabisreykingar unglinga séu að nærminni þeirra versni verulega. Ýmsir halda þvi fram, að einkenni um minn- isleysi og breytingu á persónuleika, sem oft koma i ljós eftir tiltölulega litla notkun, stafi af skemmdum á heilafrumum, þó að merki um heilarýrnun séu ekki mælanleg fyrr en siðar. Nokkur ágreiningur hefur verið \im áhrif langvarandi kannabisnotkunar á heilafrumurnar. Visindamenn hafa fundið einkenni um heilarýrnun meðal 20-30 ára kannabisneytenda, svipaða og sjá má meðal fólks á aldrinum 70-90 ára. Aðrir hafa talið að ekki væri hægt að fullyrða að þessar breytingar mætti rekja til kannabisnotkunar eingöngu, þar sem margir sjúklinganna höfðu jafnframt neytt annarra efna svo sem amfetamins. e. Kannabisneysla dregur úr kynhormónaframleiðslu, kYíí2®t§_5*iíi23S§£ og sæðisfrumum fækkar. Magn karlkynshormóna lækkaói um 44% i blóði pilta sem höfðu reykt kannabis þrisvar til fjórum sinnum i viku i allt að sex mánuði. Fjöldi sáðfruma minnkaði verulega, allt niður i 0, meðal framangreindra unglinga. Margir unglinganna kvörtuðu um getuleysi, en fengu kyngetuna á ný eftir aó þeir hættu neyslu kannabis, og þá fjölgaði sáðfrumum einnig. f. Kannabis getur yeikt_ónæmisvarnir likamans. Visindamenn hafa fundið að frumum sem taka þátt i uppbyggingu likamans (lymfocytum) fækkar mjög við langvarandi kannabisreykingar. Einnig hafa komið i 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.