Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 44

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 44
4.7. LÍFRÆN LEYSIEFNI - SNIFF 4.7.1. Notagildi (42) Lifræn leysiefni eru rokgjarnir vökvar og lofttegundir sem hafa margþætt notagildi. Þau eru notuð til þess að þvo fitu af hlutum og til hreingerninga, i málningu og lökk og til að halda limi fljót- andi. Einnig eru þessi efni notuð i plastiðnaði, gúmmiiðnaði og sem svæfingarlyf. Ljóst er þvi,að mikið af þessum efnum er notað i iðnaði, og sem dæmi má nefna að samkvæmt verslunarskýrslum fyrir árið 1979 voru flutt til islands yfir 3000 tonn af ýmsum leysiefnum. Þá eru aðeins talin hrein leysiefni en ekki það sem innflutt er i málningu, limi, plastefnum og ryðvarnarefnum. Okkar iðnvædda samfélag er meira og minna háð notkun þessara efna og þvi geta margar starfsstéttir orðið fyrir mengun leysiefna. Hér er hægt að nefna málara, ekki bara húsamálara, heldur ennfremur þá sem mála skip og bila oft með háþrýstum sprautuúðurum. Dúklagningarmenn geta orðið fyrir mengun leysiefna úr limum og plastefnum sem þeir nota, ennfremur járn- iðnaðarmenn, fólk á rannsóknastofum og ekki sist þeir sem vinna við plastiðnað hvers konar svo sem smiði plastbáta og annarra hluta úr plasti. Þar sem lifræn leysiefni eru mikið notuð i málningu er starfsfólk málningarverksmiðja i hættu af mengun leysiefna. Laus- lega áætlað eftir mannaflatölum Framkvæmdastofnunar rikisins árið 1979 má ætla að um það bil 4000 manns séu i náinni snertingu við þessi efni. Miklu fleiri nota þó lifræn leysiefni af og til við störf sin. Sökum mikils notagildis lifrænna leysiefna og viðtækrar útbreiðslu þeirra i iðnaði og á rannsóknarstofum munum vió um langan aldur vera neydd til að nota og umgangast þessi efni bæði á vinnustöðum og heimahúsum. Nauðsynlegt er þvi að fólk almennt kynnist þeim hættum sem samfara eru notkun efnanna og læri að umgangast þau af fullri gát, sem er nauðsynlegt til að forðast heilsutjón. Upplýs- ingar og fræðsla um skaðsemi þessara efna eru þvi nauðsynleg öll- um og ekki sist þeim hópum þar sem borió hefur á misnotkun. 4.7.2. Ahrif (42) Leysiefni eiga það sammerkt að vera lifræn efni og eru greind i ótal flokka eftir samsetningu og eiginleikum. Mörg þessara efna eru unnin úr jarðoliu og sum þeirra eru blöndur ýmissa virkra efna. Lifræn leysiefni eru þess eðlis að þau leysast auðveldlega i fitu og þess vegna eru þau gjarnan notuð i iðnaði. Efnin eru rokgjörn og gufa gjarnan upp við lágt hitastig en uppgufun eykst við hærra hitastig. Þaö er gufa efnanna i andrúmsloftinu sem berast niður i lungun með innöndunarloftinu. Vegna þess hve fituleysanleg efnin eru eiga þau greiða inngöngu i blóðrásina, gegnum lungnablöðrurnar, og dreifast á þann veg um allan likamann. Þau safnast i fiturika vefi likamans, svo sem lik- amsfitu og taugavef sem inniheldur mikið af fituefnum. Við tiða húðsnertingu lifrænna leysiefna þvost burt úr húðinni viss fitu- efni sem henni eru nauðsynleg. Sum leysiefni geta frásogast beint i gegnum húðina inn i likamann. Sjaldgæft er að þessi efni komist inn i likamann um meltingarveg þar eð neysla þeirra um munn er ákaflega fátið, enda bráðdrepandi. - 44 -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.