Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 48

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Page 48
5. Á V A N A B I N D A N D I L Y F í þessum kafla er skýrt frá aðgerðum heilbrigðisyfirvalda til að draga úr notkun lyfja sem ávanahætta stafar af. Ennfremur er skýrt. frá breytingum á ávisuðu magni eftirritunarskyldra lyfja og á sölu benzódiazepinlyfja á íslandi siðustu árin. Loks er rætt um áhrif benzódiazepinlyfj a. 5.1. RÁÐSTAFANIR TIL AÐ DRAGA 0r NOTKUN (35) Samkvamit niðurstöðum úr könnun á lyfseðlum og lyfjasölu árin 1971- 1976 kom i ljós að selt magn róandi lyfja, svefnlyfja og örvandi lyfja var tiltölulega mikið hér á landi. Voru t.d. seldir um 100 dagskammtar af róandi lyfjum og svefnlyfjum á ibúa á dag árið 1972 og var ísland þá orðið annaó i röðinni meðal Norðurlanda, næst á eftir Danmörku. Aðalhluti þessa magns voru benzódiazepinlyfin diazepam (Valium, Stesolid) og nitrazepam (Mogadon, Pacisyn, Dumolid). Þá var ávisaó amfetamin margfalt meira að vöxtum hér en á öðrum Norðurlöndum, þar sem ávisun þess var háð strangari tak- mörkunum en hérlendis. Heilbrigðisyfirvöldum fannst þvi ástæða til að auka viðleitni i þá átt að takmarka notkun þessara lyfja i lækningaskyni, m.a. með þvi að bæta og auka eftirlitið með eftir- ritunarskyldum lyfseðlum. Til að draga úr rangri notkun lyfja er mikilvægt að gagnkvæmt upp- lýsingaflæði sé milli heilbrigðisyfirvalda, rannsóknarstofnana og lækna um ábendingar (indicationes) lyfja, og að tryggt sé að læknar hafi upplýsingar um heildarmagn lyfja sem hver sjúklingur þeirra fær ávisað. Landlæknisembættið hefur eftirlit með lyfjaávisunum lækna, Lyfjaeftirlit rikisins annast framkvæmd lyfseðlaeftirlits og er embættinu til aðstoðar i þessu efni. Til þessa hafa aðgerð- irnar aðallega beinst að ávisunum vanabindandi lyfja utan sjúkra- húsa. Hér skulu nefndar nokkrar helstu aðgerðir á þessu sviði siðustu árin: a. Á árunum 1973-74 var barbitúrsýrulyfjum, mepróbamati, glútetim- iöi (Dorien) og amfetaminskyldum lyfjum svo sem fentermini (Mirapront), pemólini (Hyton) o. fl. bætt i flokk eftirritunar- skyldra lyfja. b. Leióbeiningar um hámarks mánaðarskammta svefnlyfja og róandi lyfja voru sendar til lækna árið 1975. c. Eftir útgáfu auglýsingar nr. 230/1976 eru ávisanir á örvandi lyf (amfetamin, dexamfetamin, metamfetamin, metýlfenidat (Ritalin) og pemolin) háðar sérstöku leyfi landlæknis. Fentermin er þó enn undanþegið sliku leyfi. d. Frá árinu 1976 hefur læknum verið sent tölvuskráð yfirlit (data- journal) yfir ávisanir þeirra á eftirritunarskyld lyf. e. Frá árinu 1977 hafa læknanemar fengið itarlegri fræðslu en áður um ávisanavenjur lækna. f. Diazepamtöflur á 10 mg voru teknar af skrá árið 1977, þar eð niðurstöður lyfjakannana bentu eindregiö til þess, að einmitt þessi töflustærð væri eftirsótt af tiltölulega stórum hópi sjúklinga. g. Carisópródól (Somadril) bætt i flokk eftirritunarskyldra lyfja 1. sept. 1979. h. Takmarkaður fjöldi stærstu benzódiazepintaflna á einum lyfseðli, 1980 48

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.