Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 52

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Qupperneq 52
Margir álita, að enn sé of miklu ávisað af benzódiazepinlyfjum á íslandi og að notkun þeirra sé ekki alltaf studd læknisfræðilegum rökum. Þeim fylgir ekki bráð eitrunarhætta eins og barbitúrlyfjum. Má benda á að barbitúreitranir, sem voru aðalorsök innlagna vegna lyfjaeitrana hérlendis á árunum fyrir 1970, eru nú orðnar næsta fátiðar. önnur.lyf, svo sem nitrazepam, hafa nú leyst barbitúrlyfin af hólmi að miklu leyti. Það er flestum ljóst nú, að benzódia- zepinlyfjum fylgir einnig ávanahætta og grunur leikur á að þau geti valdið fósturskemmdum. Landlæknir hefur af þessum sökum lagt til að þessi lyf verði gerð eftirritunarskyld, til aö komió verói við stöðugu eftirliti með ávisunum á þau. 5.5. UM VERKUN BENZÓDÍAZEPÍNLYFJA (18) A siðustu árum hefur umræða um útbreiðslu þessara lyfja farið mjög vaxandi. The Committee on the Review of Medicines (CRM) i Bretlandi hefur nýlega sent frá sér leiðbeiningar um notkun þessa lyfjaflokks. Það er ástæða til að vekja athygli á helstu niðurstöðum þessarar endurskoðunar þó enn séu ýmsir þættir óljósir, einkum er varðar tiðni fráhvarfseinkenna og fiknimyndunar i þessi lyf. 5.5.1. Verkun Benzódiazepinlyf eru öll jafn hæf til skammtima meðferðar á kviða og svefnleysi og flokkun þeirra annað hvort sem "kviðaleysandi" eða sem "svefnlyf" er ekki á rökum reist. Auk þess hafa lyfin ýmis önn- ur notagildi svo sem gegn vöðvasamdrætti við gigtsjúkdóma og i með- ferð á bráðum fráhvarfseinkennum hjá áfengissjúklingum. Benzódia- zepdnlyf hafa enga geðdeyfðar- eða verkjastillandi verkun. Lögð er á það áhersla, að rannsóknir hafa yfirleitt ekki leitt i ljós notagildi þessara lyfja við langtima meóferó á kviða eða svefnleysi. 5.5.2. Aukaverkanir, ávana- og fiknihætta Benzódiazepinlyf eru bæði virk og örugg, t.d. borið saman við fyrir- rennara þeirra, barbitúrsýrulyfin. Sum benzódiazepinlyf verka óæskilega lengi. Þetta á einkum við um þau lyf, sem hafa langan helmingunartima gg eru notuð sem svefnlyf. Samtima neysla áfengis eykur verkun lyfjanna og getur þar með einnig valdið vaxandi auka- verkunum. Ýmsar aukaverkanir svo sem óstjórn á hreyfingum, skjálfti og rugl eru mun algengari i eldri sjúklingum. Allt frá þvi, að benzódiazepinlyf komu fyrst á markaðinn fyrir tveimur áratugum hefur notkun þeirra farið mjög ört vaxandi og er nú nú svo almenn að talið er að 12-16% af fullorðnu fólki noti róandi og/eða svefnlyf einhvern tima á hverju ári. Notkunin kann þó að hafa minnkað eitthvað á allra siðustu árum. Þrátt fyrir þaó, að kviði i einni eða annarri mynd sé afar algengur sem einkenni, er þó sá möguleiki fyrir hendi að einhver hluti þessarar miklu notk- unar sé til kominn vegna ávana- eða fiknimyndunar i lyfin. Rann- sóknir fram til þessa hafa hins vegar ekki gefið tilefni til þess að ætla aó þessi hætta væri veruleg eða útbreidd. Fikninni er yfir- leitt lýst i afbrigðilegum einstaklingum, sem tekið hafa lyfin um langan tima og i háum skömmtum og eru gjarnan jafnframt háðir öðr- um lyfjum eða áfengi. Þó sálrænni ánauð sé sjaldan lýst i sambandi við þessi lyf, e.t.v. vegna þess hve aðgangur að þeim er greiður, þá er þó liklegt að flestir sjúklingar myndi þol af einhverju tagi 52

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.