Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 8
6
sr. Jón Einarsson, starfað nokkuð með ritnefndinni og átti til-
lögu að nafngift ritsins.
Með útgáfu Borgfirðingabókar hefst nýr kafli í sögu félagsins,
sem vonandi á eftir að lengjast og lifa um framtíð. Borg-
firðingabók mun flytja annála úr byggðum Borgarfjarðar,
fréttir frá félögum og félagasamtökum í héraðinu, frásagnir af
atvinnulífi, félags- og menningarlífi, merkum atburðum o.fl.
Þannig á ritið m.a. að gegna varðveisluhlutverki. Það á að varð-
veita frá gleymsku og leggja í lófa framtíðar ýmislegt af því, sem
er að gerast í héraðinu á líðandi stund hverju sinni og getur haft
gildi fyrir þær kynslóðir, sem á eftir okkur koma og byggja
Borgarfjörð. Jafnframt mun ritið hyggja að fortíðinni og því,
sem verða má til nokkurrar skemmtunar og fróðleiks. í hverju
riti verður sérstakur vísnaþáttur og væntanlega frásagnir af
mönnum og atburðum frá liðnum tíma.
Borgfirðingabók er opin öllum, sem miðla vilja fróðleik og
leggja sitt af mörkum til borgfirskrar menningar og sögu. Vitað
er um marga Borgfirðinga, sem búa yfir miklum fróðleik, eru
ágætlega ritfærir og sumir skáld og hagyrðingar. Borgfirðinga-
bók er m.a. vettvangur fyrir þá að koma hugverkum sínum á
framfæri, varðveita þau frá gleymsku og dái og leyfa öðrum að
njóta í nútíð og framtíð.
Sögufélagið sendir frá sér þetta rit í von um, að Borgfirðingar
og aðrir taki því vel og veiti því brautargengi. Ætlunin er, að ritið
komi út árlega.
Við, sem að Borgfirðingabók stöndum, væntum þess, að hún
megi verða borgfirskri menningu og mannlífi að nokkru gagni í
samtíð og framtíð.
Þökk sé þeim, sem í þetta rit hafa skrifað og að útgáfu þess
staðið með einum eða öðrum hætti. Megi svo Borgfirðingar og
aðrir lesendur vel njóta.
F.h. Sögufélags Borgarfjarðar
Jón Einarsson, Saurbœ