Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 9
bjarni valtýr
GUÐJÓNSSON:
Sögufélag BorgarQarðar
Svo mun almennt álitið, að sögufélög, sem svo hafa verið
nefnd, megi teljast allheppilegur undirstöðuþáttur í fræðilegu
samfélagi og eigi því nokkru hlutverki að gegna. Víða um
byggðir hafa slík félög verið mynduð af fræðafúsum áhuga-
niönnum, og mörg þeirra hafa með áratuga starfi náð árangri,
sem vert er að meta. Með langvarandi útgáfustarfsemi hafa þau
niyndað þann grunntón, sem mannhópurinn skilur og vill
byggja á, að efla þátt persónu- og byggðasögu og auðga þannig
•nnsýn fjöldans í viðameiri verkefnaleit.
Ekki er úr vegi í þessu sambandi að nefna þá, sem hafa verið
safnarar vissra fræða og bjargað upp af götu sinni fróðleiks-
kornum sögulegra atriða, sem betur voru geymd en gleymd.
Þessa einstaklinga hefur þjóðin um langan aldur kallað fræða-
þuli, og hafa þeir löngum þótt hinir þörfustu menn, þótt enginn
krefðist þess að viðleitni þeirra væri í einu og öllu metin til
sögulegra afreka.
Ef leitað væri svara við þeirri spurningu, hvaða innri orsakir
lægju til sögulegs áhuga, mætti ætla, að svörin yrðu mörg og
margbreytileg. Þannig munu til dæmis sumir telja, að sagan hafi