Borgfirðingabók - 01.12.1981, Qupperneq 10
8
fyllsta gildi í sjálfu sér, án tillits til viðmiðunar, sem eins konar
æðri þátur, er samtengi mannlífið á öllum öldum. Aðrir binda
sögulegt mat sitt að mestu á þjóðlegri kennd, og í augum þeirra
er það stuðningur söguviðburða við þjóðernislega eða þjóð-
menningarlega framþróun, sem skapar leikinn. Enn aðrir líta
svo á, að leggja beri sérstaka rækt við persónusögu sem ómiss-
andi frumþátt, og svo að dæmi sé tekið til viðbótar, á skráning
sögu einstakra byggða eða býla sér fjölmarga formælendur.
Þannig er sagan ávallt og alls staðar fyrir hendi í einhverri
mynd, og því hefði það sennilega mátt teljast þó nokkur ljóður á
menningarlegri framvindu mannlífs í Borgarfirði, ef myndun
sögufélags hefði enn dregist úr hömlu um óákveðinn tíma.
Með umgetin atriði að Ieiðarljósi tóku borgfirzkir áhugamenn
um sagnfróðleik loks höndum saman um stofnun sögufélags í
héraðinu. An efa var þeim fullljóst, að eigi mundi hér skorta
föng til athafna á fræðasviði, en líklegt, að allverulegan tíma tæki
að ná fram þeim skipulega árangri, að reglubundinnar útgáfu-
starfsemi væri að vænta.
Síðla árs 1963 boðuðu allmargir söguunnendur til stofn-
fundar, sem haldinn var í þáverandi fundarsal Kaupfélags
Borgfirðinga 7. desember sama ár. Af hálfu fundarboðenda
setti Ingimundur Asgeirsson bóndi á Hæli fundinn. Fundar-
stjóri var Pétur Ottesen alþingismaður og fundarritari Oddur
Kristjánsson bóndi á Steinum.
Stofnfundurinn markaði í stærstu dráttum þá braut, er farin
skyldi, með því að ganga frá samþykkt þeirri um tilgang og
verkefni félagsins, sem enn er í gildi óbreytt. Megintilgangur
félagsins kemur fram í 2. grein samþykktarinnar, sem er á þessa
leið:
2. gr. Tilgangur félagsins er að stuðla að skrásetningu og út-
gáfu æviskráa allra þeirra manna, karla og kvenna, er átt hafa
heima í Borgarfjarðarhéraði, þ.e. Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslum og Akraneskaupstað, og eitthvað er um vitað. Enn-
fremur að vinna að ritun og útgáfu sögu allra borgfirzkra býla
og bústaða á sama svæði og einstakra þátta úr borgfirzkri menn-