Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 12
10
Bjarni Valtýr Guðjónsson, Svarfhóli, ritari
Ingimundur Asgeirsson, Hæli, gjaldkeri
Valdimar Indriðason, Akranesi, meðstjórnandi.
I fyrstu varastjórn voru kosnir:
Jakob Jónsson, Varmalæk
Guðmundur Böðvarsson, Kirkjubóli
Friðjón Jónsson, Hofsstöðum
Jón Magnússon, Hávarðsstöðum.
Fljótlega hófust umræður um fyrsta meginverkefni félagsins,
undirbúning að ritun og útgáfu æviskráa Borgflrðinga frá
fyrstu tíð fram til yfirstandándi daga. Alitu menn, að hæfilegur
undirbúningstími, sem ætla þyrfti til gagnasöfnunar og skrán-
ingar, áður en sjálf útgáfan hæflst, yrði að líkindum fjögur til
fimm ár. Einnig var rætt um að gera sem fyrst raunhæfar ráð-
stafanir til virkrar hagnýtingar á starfi þeirra manna, sem þegar
fyrir alllöngu höfðu hafið þetta starf sem tómstundavinnu, með
því að leita eftir sem víðtækustu samkomulagi við þá um áfram-
hald verksins. Þessir menn voru þeir Aðalsteinn Halldórsson frá
Litlu-Skógum, tollvörður í Reykjavík, Ari Gíslason frá Syðstu-
Fossum, kennari á Akranesi, og Guðmundur Illugason frá
Skógum í Flókadal, hreppstjóri á Seltjarnarnesi. Er skemmst frá
því að segja, að þessir menn voru fljótlega ráðnir æviskrárritarar
félagsins.
Og útgáfa hófst, að vísu ekki á æviskrám Borgflrðinga fyrst í
stað, heldur var hér riðið á vaðið með því að koma fyrir al-
menningssjónir íbúatali Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, er miðast
skyldi við 1. desember 1964.
Síðari útgáfur á íbúatali svæðisins miðuðust við 1. desember
árin 1970 og 1975, og nú er enn ráðin útgáfa þess, byggð á
allsherjarmanntalinu 31. janúar s.l. Hefur íbúataliðjafnan verið
eftirsótt hjálpargagn, enda mikið notað og orðið allvinsælt.
Fyrsta bindi Borgfirzkra æviskráa kom út árið 1969, en alls
eru nú komin út sex bindi þess verks, eins og kunnugt er.
Akveðið var í byrjun útgáfunnar, að upphafsbókstafir eigin-