Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 14
12
lings. Efnahagur (á við um fyrri tíðar menn). Dánardagur og ár.
Maki og börn.
Flestir ættu að geta verið sammála um, að sú upptalning sem
fram kemur hér á undan, sé naumast tæmandi fyrir alla jafnt né
heldur skilyrðislaust rökrétt forskrift að upplýsingagjöf um
þúsundir einstaklinga ýmissa tíma. En forskriftin hugsast sem
rammi, umgjörð þeirra allrúmu möguleika, sem ritarar félags-
ins hafa til persónulegrar smákaflaskráningar á alþýðlega vísu.
Og möguleikar þeirra hafa verið meiri í séreiginlegu tilliti fyrir
þá staðreynd að aldrei hefur verið sett á stofn nein samræmandi
ritstjórn fyrir verkið á vegum félagsins. Telja sumir það eilítinn
galla, en aðrir benda á þann kost, sem sé því samfara að mis-
munandi blæbrigði í staðreyndatali og rithætti fái að njóta sín.
Stjórn félagsins fylgist jafnan með framvindu þess verks, sem í
smíðum er hverju sinni, en hefur lítt gefið sig að forsögnum um
samantekt og stílbrögð.
Æviskrárritarar Sögufélags Borgarfjarðar hafa á löngu árabili
unnið mikið eljuverk í þágu borgfirzkra fræða, og mælt í bók-
verkum er starf þeirra að sjálfsögðu miklum mun víðtækara en
nemur útkomnum bindafjölda Borgfirzkra æviskráa og út-
reiknuðu meðaltali á magni þess lesmáls, sem hver þeirra hefur
sent frá sér til þessa. Ber þar hvort tveggja til, að Borgfirzkar
æviskrár eru allstórar bækur, og ennfremur hitt, að sífellt munu
þeir eiga samantekið lesefni fram í tímann, ætlað í næstu bindi.
Lesendur slíkra verka gera sér ef til vill ekki á stundinni grein
fyrir því, hvílík vinna kann að liggja á bak við eina æviskrá, sem
birtist í bók. En leitin að frumgögnum, úrVinnsla tiltækra heim-
ilda og margvíslegar kannanir á ýmsum stigum skrásetningar er
sú braut, sem liggur að hinu setta marki, og telja flestir, að
fræðiiðkendur allra tíma kunni þeirri göngu vel.
Eins og fram hefur komið og kunnugt er öllum, sem fylgjast
með þessu starfi, eru Borgfirzkar æviskrár sem ritsafn verk
þriggja manna. Hefur hver þeirra um sig tekizt á hendur að
framkvæma hina sögulegu leit á nánar afmörkuðu skráningar-
svæði, og byggist sú skipting að mestu á uppruna höfundanna