Borgfirðingabók - 01.12.1981, Qupperneq 15
13
sjálfra. Fyrr og síðar hafa þeir þurft að afla upplýsinga um
sérskilin atriði hjá núlifandi fólki, og er ástæða til að hvetja sem
flesta til aukinnar samvinnu í þessu efni. Enginn er kominn til að
segja, hverjir hefðu hafið verkið, ef þessara manna hefði ekki
notið við, og mun sögufélagið lengi eiga þeim þakkir að gjalda.
Borgfirzkar æviskrár verða að teljast falleg bóksmíð hið ytra
jafnt sem innra, með gnægð mynda af mannfólkinu og nú í
síðustu bindum nokkrum sýnishornum svipfagurra bæjarbygg-
inga liðinnar tíðar. Og lítum við á hlífðarblað bókarinnar með
fjaðurpennann á kili, blasa næst við á baksíðu nokkur rismikil
tákn náttúrufars og sögu, en forsíðan ber uppi laufborinn stofn,
rísandi mót blárri elfu og gnæfandi jökulhettu, er minnist við
óslitinn fjarlægðarblámann.
A aðalfundi 1979 kom fram sú tillaga að félagið yki fjölbreytni
í verkefnavali sínu með því að gefa út árbók. Fékk það þegar
eindreginn stuðning, og leið ekki á löngu að kjörin væri nefnd til
skipulagningar á undirbúningsvinnu við slíkt ársrit. I nefndina
völdust sr. Brynjólfur Gíslason, Bjarni Bachmann safnvörður og
Snorri Þorsteinsson fræðslustjóri. Hugmynd manna var sú, að
með þessu yrði komið á fót heilsteyptu ársriti, sem miðlaði
upplýsingum af borgfirzkum vettvangi í framkvæmda- og
menningarefnum flytti greinar, annála, skýrslur og skrár og þar
að auki annað þjóðlegt, menningarsögulegt og listrænt efni. Var
sr. Brynjólfur Gíslason ráðinn til að vera ritstjóri verksins.
Héraðsrit sem þetta eru löngu þekkt, enda án efa æskilegur
þáttur í þjóðernislegu uppeldi, ef vel tekst til um stefnu og
efnisval. Hefur verið rætt um, að heiti ritsins yrði BORG-
FIRÐINGABÓK — ÁRSRIT SÖGUFÉLAGS BORGAR-
FJARÐAR.
Þess var fyrr getið, að uppbyggingu fjárhags hefði, er fram
liðu stundir, verið ráðið til lykta eftir ýmsum leiðum, en álagning
félagsgjalda numin brott úr þeirri mynd. Félagið tók snemma þá
stefnu að sækja á brattann og leitast við að vinna sér hefð sem
fastur menningarþáttur í lífi borgfirzkra byggða, og verður að
segja, að slíkt hefur tekizt vonum framar á liðnum árum. Félagið