Borgfirðingabók - 01.12.1981, Qupperneq 16
14
hefur reist sér ágætan tekjustofn þar sem eru styrkir hrepps- og
sýslufélaga, og víðar hefur verið leitað fanga um framlög með
öruggum árangri. Þrátt fyrir það að framlögin geta verið
nokkuð misjöfn, þakkar félagið þau og þá viðurkenningu, sem í
þeim felst. Fyrstu árin gátu þau atvik orðið í afgreiðslu slíkra
beiðna, að hreppsnefnd felldi beiðni um framlag, en nú hygg ég,
að sá möguleiki sé hvarvetna úr gildi fallinn.
Bókasala félagsins hefur mest allra tekjugreina lyft fjárhag
þess, og heldur sú uppbygging vonandi áfram.
I stjórn eiga enn sæti þeir Daníel Brandsson, Sigurður Jóns-
son, Valdimar Indriðason og Bjarni Valtýr Guðjónsson, en í stað
Ingimundur Asgeirsson, sem fyrir nokkrum árum gaf ekki
kost á sér til frekari stjórnarstarfa, kom Sigurður B. Guð-
brandsson inn í stjórnina sem meðstjórnandi. Má í því sambandi
geta þess, að fjárhagsmál félagsins hafa fyrir löngu flutzt í
hendur framkvæmdastjóra þess.
I varastjórn eiga nú sæti þeir Jakob Jónsson, Jón Magnússon,
Bjarni Bachmann og Bragi Þórðarson.
Framkvæmdastjórar hafa verið þessir: Ari Gíslason, sr. Olafur
Jens Sigurðsson og sr. Jón Einarsson.
Við, sem um mál þessa félags höfum fjallað á undanförnum
árum, erum sennilega farnir að álíta, að nú sé það loks orðið
rótfast og öflugt. Enginn talar enn um lokamark, og ætti það
sjálfsagt að vera öllum formælendum fræðastarfsemi fjarri, því
að félag lifir því aðeins að markmiðum sé haldið í sjónmáli á
hverjum tíma. Og söguleg markmið ætti sízt að skorta enn um
hríð. Tíminn er hraðfleygur og skolar mörgu á braut, ef áhang-
endur söfnunar og sögu eru ekki sífellt á verði.
Að þessu fræðilega björgunarstarfi vilja sögufélög héraðanna
vinna. Sögufélag Borgarfjarðar telur, að sú viðleitni megi ekki
að neinu leyti bíða skipbrot, nú, þegar aðstaða til söfnunar og
varðveizlu ætti að vera betri en áður hefur þekkzt. Félagið heitir
á velunnara sína að efla það enn með stuðningi sínum, svo því
takizt um ókomin ár að verða í senn hreyfiafl og athvarf borg-
firzkra fræða.