Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 18
16
Án efa hafa Breiðfirðingar haft áhrif á gang mála í Mýrasýslu,
engu síður en í öðrum hlutum fjórðungsins. Mjög sennilegt er, að
hin mikla gjöf prófessors Jens Möllers hafi verið undir handar-
jaðri ráðamanna í syðri hluta íjórðungsins og henni hafi síðar
verið deilt milli prófastsdæma innan þess hluta fjórðungsins, en
bréf séra Þorsteins Hjálmarsens til félagsmanna Mýrasýslu
greinir frá þessu.
Jens Möller sem hér er nefndur, var guðfræðingur og sagn-
fræðingur og var uppi á árunum 1779-1833, varð 1808 pró-
fessor í kirkjusögu við Kaupmannahafnarháskóla. Hann var
afkastamikill rithöfundur og gaf út m.a. tímaritið Theologisk
Bibliothek og Nyt Theologisk Bibliothek. Sem guðfræðingur
leitaðist hann við að miðla málum milli skynsemishyggju og trúar á
yfirnáttúrulega hluti.
Jens Möller, eins og áður hefur komið fram, gaf allmikið
bókasafn andlegri stétt á Islandi og ætlast var til jaess, að
bókunum yrði skipt milli prófastdæma landsins, en söfn þessi
yrðu aukin með tímanum, og gaf konungur 300 ríkisdali til
styrktar í því skyni. Söfn þessi gengu undir nafninu „Möllersku
lestarfélög". Þannig er tilorðið nafnið á fyrsta bókasafninu í
Mýrasýslu og það eina sem hélt nafngiftinni svo vitað sé. Rétt er
að geta um þá menn er fyrstir gerðust félagslimir og mestan
áhuga sýndu til uppbyggingar fræðslu í Mýrasýslu. Þá ber og
hér að nefna það, að fyrr höfðu Sunnlendingar stofnað bóka-
safn, er síðar var afhent Landsbókasafninu, en að því stóðu
Rangárvalla-, Árnes-, og Borgarfjarðarsýsla, en íbúar þessara
sýslna áttu að hafa greiðan aðgang að safninu í Reykjavík.
Þáttur Magnúsar Gíslasonar
Magnús Gíslason f. 9. júní 1814, d. 5. júní 1867. Foreldrar:
Séra Gísli Guðmundsson í Hítarnesi og kona hans Ragnhildur
Gottskálksdóttir að Efra-Ási í Hjaltadal. Eftir nám í Bessa-
staðaskóla, með mjög góðum vitnisburði, varð hann skrifari hjá
Bjarna amtmanni á Arnarstapa, en 1842 hjá Lund sýslumanni í