Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 22
20
Forsetar lestrarfélagsins
Þorsteinn Hjálmarsen, prestur í Hítardal, Olafur Pálsson,
prestur í Stafholti, Guðmundur Vigfússon, prestur á Borg,
Þorkell Eyjólfsson, prestur á Borg, Stefán Þorvaldsson, prestur í
Stafholti og Jóhann Þorsteinsson, prestur í Stafholti. Þessir hafa
verið forsetar lestrarfélagsins áður nefnd 55 ár.
Allir þessir menn hafa verið vísir til þess að hvetja menn, til að
ganga í félagið og höfðu góð tök á því, þar sem þeir húsvitjuðu
heimili manna og gátu þar af leiðandi fylgst með því hvort
fjárhagur leyfði og kunnátta og vilji til lesturs bóka væri fyrir
hendi.
Reikningshaldarar
Eftir því sem best verður séð þá hafa þessir aðilar annast reikn-
ingshald fyrir félagið: Guðmundur Vigfússon, prestur á Borg,
Einar S. Einarsson, prestur í Stafholti, Jóhannes Guðmundsson,
sýslumaður í Hjarðarholti, Kristján Kristjánsson, ráðsmaður í
Hítardal, Eggert Th. Jónsson, sýslumaður í Hjarðarholti og Páll
J. Blöndal, læknir í Stafholtsey.
Lestrarfélagið hafði ekki úr miklu að spila, en meðlimagjald
var ákveðið 64 sk. Þó mátti taka við félagsmönnum gegn 32 sk.
tillagi, ef félagsfundur samþykkti. í flestum tilfellum greiddu
félagsmenn 1 ríkisdal silfurs og Þorsteinn Hjálmarsen greiddi
alltaf 2 ríkisdali, sem bókfært var sem gjöf frá heiðursfél-
aganum.
Svo vel vill til, að í fórum Héraðsbókasafns Borgarfjarðar er
sjóður Möllerska lestrarfélagsins, en síðasti gjaldkeri félagsins
Páll J. Blöndal, lagði inn á „viðskiptabók" við Landsbankann Nr.
1526 í júlí 1889 kr. 24.51. Við þessa upphæð hafa bæst árlegir
vextirogallt tilþessaárs 1980eðakr. 1.165,49, er því sjóðurinn
nú eftir 91 ára kr. 1.190.00. Þessi viðskipti við Landsbankann
benda til þess, að einmitt um 1890 hjaðnar niður starfsemi
lestrarfélagsins og bækur þess glatast að undanskildum nokkr-
um bókum, sem nú eru í Hérðasskjalasafni Borgarfjarðar.