Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 26
24
4.
Arstillag sitt ákveður hver einn um leið og hann beiðist inntöku í
félagið, eigi þó minna en 64 sk. silfurs, Þó má beiðast viðtöku
með 32 sk. tillagi, og fæst það ef félagsfundur finnur ástæðu til.
5.
Hið ákveðna árstillag skulu félagsmenn hafa goldið til féhirðis
innan nóvember-mánaðarloka ár hvert. Séu tillög nokkurra enn
ógreidd á næsta félagsfundi, þrátt fyrir aðvörun féhirðis, er það
undir fundarályktun komið, hvort þeir þá njóta félagsréttinda
framvegis.
6.
Félagsmaður hver fær bókalán og nýtur annarra félagsréttinda
jafnt að öllu leyti.
7.
Til að stjórna félaginu séu árlega kjörnir 2 embættismenn; það
eru: forseti ogféhirðir, varaforseti og varaféhirðir; enginn hafi slíkt
starf á hendi ári lengur, nema hann sé kosinn að nýju. Missi
forseta eða féhirðis við, gegni varaforseti eða varaféhirðir
störfum þeirra til næsta ársfundar.
8.
Hver félagamaður er skyldur til, að takast það embætti á
hendur, sem er til kjörinn, nema veruleg forföll hamli, og eins
þó hann hafi gegnt því, eða öðru embætti félagsins áður.
9.
Arsfundur skal ætíð haldinn í félagi þessu mánudaginn í tutt-
ugasta ogfyrstu viku sumars. Þá fram fer kosning embættismanna,
verður gjörð gild breyting á félagslögunum, ráðin bókakaup, og
annað, sem framför og heill félagsins varðar.