Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 27
25
10.
Eigi er ársfundur lögmætur, nema tala þeirra, sem fund sækja,
svari þriðjungi þeirra félgsmanna sem í prófastsdæminu eru;
ræður þá atkvæðafjöldi öllum úrslitum.
11.
Forseti kveður félagsmenn til ársfundar og stjórnar fundi að
öllu leyti. Líka má forseti kalla félagsmenn á aukafund, þegar
brýn nauðsyn krefur.
12.
Forseti hafi öll bréfleg störf á hendi fyrir félagið, og skal hann
rita þau í þar til gjörða bréfabók, að þeim störfum undan-
teknum, sem féhirðir á að gegna; líka haldi hann fundabók, í
hverja rituð séu lög félagsins, helstu uppástungur og samþykktir
á félagsfundum; þar sé þess stuttlega getið, hvað félagið hefir
eignast af bókum ár hvert, hvernig tekjum þess hafi verið varið,
og hvernig fjárhagur þess sé, samt hverjir hafi öðrum fremur
hlynnt að því það árið. Báðar þessar bækur, ásamt þeirri, sem
getið er í (grein) 13, séu útvegaðar á félagsins kostnað. I hið
prentaða registur yfir bókasafnið, sem raðað er eptir vísinda-
greinum, skal forseti einnig rita allar þær bækur, sem félaginu
bætast á ári hverju, og skal það vera undir atkvæðum félags-
manna, nær endurprenta skal registrið, af hverju sérhver fé-
lagsmaður fær þá eitt prentrit ókeypis. Þar að auki skal forseti
semja sérstakan lista yfir hinar nýfengnu bækur, sem skal rit-
aður við hver októbermánaðarlok, og sendur félagsmönnum
með umburðabréfi, líka sé hann framlagður til sýnis á félags-
fundum, og síðan geymdur við bréfasafn félagsins. Að lyktum
skal forseti við hver árslok senda landsins biskupi stutta skýrslu
um ástand, framkvæmdir og fjárhag félags þessa.
13.
Féhirðir hafi á hendi reikninga félagsins, hann innkalli árstillög
félagsmanna, og gjöri grein fyrir á félagsfundum; í því skyni