Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 30
28
Til er handrit af lögum félagsins frá 2. nóvember 1881. Lög
þessi eru með smábreytingum, sem engu máli skiptir, þó er
starfssvæði nú einskorðað við Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu
að Hafnarfjalli. Fram kemur þar að áhersla skal lögð á, að
„kaupa nýjustu bækur er út koma í Danmörku og Noregi í
almennum fræðigreinum, svo sem í guðfræði, náttúrfræði,
sagna- og landafræði, helstu skáldrit o.s.frv.
Svo segir í síðustu grein laganna: „Með lögum þessum eru lög
félagsins 10. sept. 1860 numin úr gildi“.
Datum ut supra
St. Þorvaldsson, Guðmundur Pálsson, P.J. Blöndal,
Jónas Guðmundsson, G. Bjarnason, B. Þorláksson
Rétt eptirrit vottfestir
Stephán Þorvaldsson
Samkvæmt lögum félagsins eiga að vera tveir útlánastaðir,
eins og fram hefur komið, en hvemig var farið með bækurnar
svo þær yrðu ekki fyrir skemmdum?
I reikningum félagsins er skráðar greiðslur fyrir smíði á bóka-
skápum. Mjög eðlilegt er því að ætla að hver lánþegi hafi fengið
hirslu undir þær bækur er hann fékk úr safninu og allt gert til
þess að varðveita bókaeignina. Eitt er það, sem rétt er að taka
fram, að þegar bækur voru full lesnar af félagsmönnum, þá voru
þær boðnar upp og höfðu félagsmenn einir forgangsrétt á því að
kaupa þær. Af þeim orsökum er ekki von að safnið hafi orðið
verulegt að binda fjölda.
Þá er komið að því, að greina frá bókaeign lestrarfélagsins, en
til er skrá yfir bækurnar frá árinu 1851, (nú í Lbs.), og við-
bótaskrá frá árinu 1860. (Sömul. í Lbs.). Registur 1851: Viðbætir
Guðfræðibækur 82 1860: 25
Lögfræði 4 7
Læknisfræði 3
Náttúrufræði 11 2