Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 31
29
Heimspekileg rit 1
Sagnfræði og landafræði 37 6
Rúmmál og talnafræði 5
Forn'fræði (Isl. sögur) 11 10
Skáldrit og ýkjurit 19 9
Búnaðarrit 37 4
Tímarit 15 5
Ymisleg rit 14 3
Málfræði 6
Samtals titlar 239 82
Framan á kápu á bókaskránni stendur þetta: Registur yfir
bókasafn lestrarfélags þess í Mýrasýslu prófastsdæmi, sem kennt
er við Jens sál. Möller, háskólakennara, Reykjavík, prentað í
prentsmiðju landsins 1851 og einnig viðbætir við bókaregistur í
Mýraprófastsdæmi. I prentsmiðju Islands 1860. Einar Þórð-
arson.
Ætla má, að í safninu hafi verið þegar flestir titlar voru þar
skráðir um 700 bindi bóka.
Ef litið er yftr bókatitla, sem í skránum eru, þá er ekki svo lítið
af góðum upplýsingaritum, sem efalaust hafa orðið mörgum til
þekkingarauka, svo sem í náttúrufræði, sagnfræði, landafræði
o.fl.
Nú vaknar að sjálfsögðu sú spurning hvers vegna hætti þessi
starfsemi? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara og rétt, að
svo sé ekki gert, fyrr en þá heimildir segja til um. Eitt er víst, að í
öllum hreppum starfssvæðis lestrarfélagsins var komið á fót
lestrarfélögum og síðar í báðum sýslum, en það er önnur saga.
HiðJ. Möllerska Bóka- og Lestrarfélag hefur runnið sitt skeið,
en varð hvati að nýjum félögum, er áfram halda merki þessa
merkilega félags á lofti.
Heimildir:
Bréf, lög og reikningabók í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar.
Registur yfir bókasafn og lestrarfélags þess í Mýrasýslupró-