Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 40
SÓLMUNDUR SIGURÐSSON:
Þættir af Salómoni Bjarnasyni
(Homa-S alómon)
Árið 1814 búa í Leirulækjarseli í Álftaneshreppi, hjónin
Bjarni Bjarnason og Elín Jónsdóttir ásamt Salómoni syni sínum.
Þau gætu þó hafa flutt þangað 1812 eða 13, því þau ár hafa fallið
niður á sóknarmanntali Álftanessóknar. Þá er Bjarni 51 árs, Elín
61 árs og Salómon 21 árs. Var Elín seinni kona Bjarna. Fyrri
kona hans var Guðrún Gísladóttir frá Sauðhúsum í Álfta-
neshreppi, d. um 1790. Elín var ekkja eftir Salómon Jónsson
bónda á Beigalda í Borgarhreppi. (Bæ.I, bls. 302).
Þar næst falla niður árin 1815-19, í manntalinu, en 1820 eru
þau hjón þar enn og einnig Salómon, sem þá er orðinn 27 ára.
Þangað er þá komin Ragnhildur Eyjólfsdóttir, frá Sigguseli í
sama hreppi, 31 árs, kölluð hjú. 1820 eru komin til sögunnar,
Helga, fjögurra ára og Sigurður eins árs, börn þeirra Salómons
og Ragnhildar.
Helga varð síðar þekkt kona í hreppnum og bjó í Háhóli,
Sigurður fluttist út í Hraunhrepp og bjó í Miklaholti. Út af þeim
systkinum er mikill ættleggur kominn.
Bjarni fer frá Leirulækjarseli 1824, árið eftir er þar komið
annað fólk.