Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 42
40
„Guð hjálpi þér Salómon, að þú skulir enn leika þér að
hornum eins og barn, fullorðinn maðurinn."
Þeim Asgeiri í Knarrarnesi og Guðna Guðmundssyni, ber í
aðalatriðum saman um þessa sögu, en Ásgeir skrifar þátt í Hér-
aðssögu Borgarfjarðar um það, sem hann kallar skrítna menn á
bls. 170-172 í öðru bindi. Þar helgar hann Salómoni heilt blað og
vel það. (Guðni taldi að þetta hefði gerst í Leirulækjarseli).
Salómon leikur á fóður sinn
Svo er sagt, að Bjarni bóndi ætti lúðurikling í hjalli einhvers
bónda niður við sjóinn. Og dag einn fór hann að sækja hann, og
vissi allt heimilisfólkið um það.
Líklega hefur stundum verið hart í búi hjá Bjarna, slíkt var
ekki fátítt á fyrri hluta 19. aldar og lengur þó. Þess er hollt að
minnast, að þá fyrir svo sem 30-40 árum höfðu Skaftáreldar
geysað og Móðuharðindin sem af þeim hlutust.
Mig minnir þó, að Guðni teldi að Bjarni hefði verið sagður
allvel bjargálna á þessu tímabili, eftir því sem þá var títt. Það segir
þó e.t.v. ekki mikið, miðað við lífskjör fólks nú á dögum. I því
ljósi er skylt að skoða allt sem gerðist eða er talið hafa gerst í
þessum þáttum.
Nú víkur sögunni til þess, að Bjarni kemur með spyrðurnar
hankaðar upp á snæri, heim túnið í Leirulækjarseli. Hann
gengur lotinn, orðinn þreyttur af áratuga striti, sextugur maður
og vel það. Á þeim aldri voru menn orðnir slitin gamalmenni.
Salómon fylgist með ferðum föður síns og hefur í tæka tíð komið
sér fyrir í skotinu bak við útidyrahurðina og verður Bjarni hans
ekki var, enda göngin dimm. Þegar karl treður sér inn eftir
göngunum, tekst Salómoni að krækja sér í eitt band úr kippunni
og kasta því upp á veggsetann. (Veggseti var sá stallur nefndur
sem raftarnir milli mæniáss og veggs hvíldu á. Ef raftendarnir
stóðu tæpt á veggnum, var hætta á að þeir sliguðust inn og þakið