Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 48
46
Voru þeir Salómon því nágrannar. Var sá einnig snjall hag-
yrðingur, enda heilsaði hann Salómoni með eftirfarandi stöku:
Kemur Sali kjagandi,
kútinn meður vagandi,
um bragna flesta bragandi,
blauta ýsu nagandi.
Þetta er æði glögg mannlýsing, lýst er göngulaginu, Salómon
er með drykkjarkútinn sem þeir hafa á sjóinn, hann er síyrkjandi
um fólk, og að lokum, hann hefur hlaupið með bitann í munn-
inum sem að þessu sinni er ýsustykki. Trúlegt er að þetta sé ekki í
fyrsta sinni sem þeir eigast við á þessum vettvangi, svo laus sem
þeim er vísan í munni. Og Salómon lætur heldur ekki eiga hjá sér
og svarið kemur:
Blauta ýsu ei bera má
bragarsmið ófínum,
heldur nagi hángur sá
haus af skömmum sínum.
Salómon virðist ekki hafa verið níðskældinn að eðli, en nú
hefur honumn runnið í skap. Þessum þarf ekki að vanda
kveðjur.
A unglinsárum mínum eignaði fólk Salómoni þessa vísu:
Ragnhildur á Háhóli
gekk hér hjá á hnjáskjóli,
og Salómon á síróli,
grábröndóttur smásjóli.
Þetta fær nú varla staðist. I fyrsta lagi er hún fremur niðrandi
fyrir þau hjón. Salómon er brugðið um flakk og grábröndóttur
smásjóli er leiðinleg mannkenning. Þá er heldur ólíklegt að
Salómon færi að binda það í rím, að konan hans gangi á hnjá-