Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 49
47
skjóli, þó að e.t.v. hafi það verið algengur búnaður á þeim tíma. í
öðru lagi er engin vísa til, þannig kveðin, eftir Salómon, allar eru
þær með sama sniði. Sú eina vísa sem kunn er eftir Valsham-
arsmanninn (Guðmund Jónsson), er einmitt með sömu hand-
brögðum. Ef maður gefur sér það, að Guðmundur standi úti á
hlaðinu heima hjá sér og sjái þau hjón ganga framhjá Valshamri
niður með Urriðaá að sunnan verðu, þarf ekki mikið hugarflug
til að skilja að stakan hefði getað orðið til þar á hlaðinu. Svo
virðist sem þessir ágætu hagyrðingar á ofanverðri 19. öld hafi
ekki kært sig um að skipta um bragarhætti í vísnagerðinni,
heldur hafi þeir sætt sig við það form, sem hverjum þeirra var
tiltækast.
(I sóknarmannatali Alftártungusóknar á 5. og 6. tug 19. aldar
býr á Valshamri maður að nafni Guðmundur Jónsson og kona
hans Ingibjörg Oddsdóttir og síðar Guðrún Sæmundsdóttir. A
heimilinu er mest kvenfólk á ýmsum aldri og jafnan einn eða
tveir ungir menn, oftast um eða yfir tvítugt. Er sennilegast að
Guðmundur hafi notast við þennan vinnukraft meðan hann var
til sjós til að afla heimilinu tekna, rétt eins og Salómon hefur gert
fyrir Háhólsheimilið.)
Salómoni boðið í brúðkaup sonar síns
Svo er sagt, að þegar Sigurður sonur þeirra Salómons og
Ragnhildar kvæntist síðari konu sinni væri matarveisla haldin. I
þá veislu voru foreldrar brúðgúmans að sjálfsögðu boðin. En
ekki virðist Salómon hafa verið allskostar ánægður með sinn
skammt. Þá, sem jafnan fyrr og síðar á ævinni bindur hann álit
sitt í rím, því að hann segir:
Lítið gladdi líf og sál,
- lepja mátti soðið, -
fjórar tutlur fékk í skál,
til forsmánar var boðið.