Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 50
48
Greinilegt er af orðum hans, að honum hefur verið skammtað
sér, trúlega vegna holdsveikinnar, og að hans dómi í rýrara lagi.
Honum finnst dauft yfir veislufólkinu, og fátt sem gleður sál
hans, sem þarfnast sinna muna ekki síður en maginn. Hann
fyllist gremju yfir hlutskipti sínu, frnnur hvergi betur en í fjöl-
menninu hve hann er einn. Vafalítið var Salómon heilli öld of
snemma á ferð til að fá notið augljósra hæfileika sinna. Hann sér
fjórar hortutlur í skálinni sinni þar sem hann situr einn úti í
horni meðan feitir síðubitar og bringukollar leika í höndum
annarra veislugesta við aðalborðið. Föður brúðgumans þykir sér
misboðið, vanmetur kannski ótta fólks við ástand hans.
Salómon vígir kopp
Nytin hlýja nem út flýja
náttúrlegri að von,
koppinn nýja kom að vígja
karlinn Salómon.
Vísa þessi var, af öllum sem kunnu í mínu ungdæmi, eignuð
Salómoni. Um tilefni hennar vissi enginn, annað en það sem af
henni má ráða. Hún hefur öll einkenni Salómonsvísna, önnur
en léttrímið sem annars er allsráðandi í öllum stökum hans sem
kunnar eru. Hún segir, ein og hinar í fám orðum hvað gerðist,
og er ekkert dregið undan. Bak við vísuna má skynja, að karlinn
hefur verið aufúsugestur á bænum, ella hefði nýi koppurinn
varla verið settur við rúmið hans. Salómon hlýtur að hafa verið
fullur af vísum og sögum sem hann gat þulið upp úr sér í
rökkrinu þar sem hann gisti, auk þess er hann hafði sjálfur orkt,
og sem hann hefur varla verið spar á. Og hefur þá koppurinn
nýi verið verðlaun frá húsbændum fyrir góða skemmtun um
kvöldið. Það þætti vel sloppið nú til dags!