Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 51
49
Sólin skyggir á Salómon
En kemur í hugann vísa sem var algengur húsgangur og er
með fangamarki Salómons Bjarnasonar, því í henni kemur hann
fyrir nafni sínu og föðurnafni. Hún sýnir hve auðvelt honum var
að binda í rím hversdagslegustu atburði. I þetta sinni er það sólin
sem blindar hann. Vísan þarf ekki formála:
Byltu hlaut hann Bjarnason
um brautir dalsins Langa,
Sólin skyggði á Salómon
hann sá ei til að ganga.
Kannski maður megi gefa sér það, að hann hafi verið í fjár-
leitum á Langavatnsdal. Þetta sé um haust, sólin lágt á lofti og í
fangið.
Salómon mokar haug á Beigalda ogfœr heimsókn
A Beigalda í Borgarsveit
bauðst ég haug að moka,
að bar mann í öxarleit
í minn skoða poka.
Vísa þessi var almennt eignuð Salómoni. Tilefni hennar var
sagt það að hann gisti nótdna áður á bæ einum. Hver sá bær var,
er nú ekki vitað, en efdr að karl var farinn söknuðu heimamenn
öxar, grunaði þá að hann hefði haft hana með sér. Þeir vissu að
hann ætlaði að Beigalda og var maður sendur eftir honum
þangað. Líklega hefur ekki komist strax upp um hvarf öxar-
innar, því sagan segir, að þegar sendimaðurinn kemur þar, er
Salómon úti á túni að moka haug. Sagt var að maðurinn hefði
farið í poka Salómons og leitað þar, en þar var þá engin öxi, og
fór maðurinn sneyptur heim.
Sjálfsagt hefði þessi öxarsaga ekki lengi lifað, ef karlinn hefði
4