Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 53
51
var að vita hvað skeð gæti ef umrædd kvikindi hittust í haganum,
en hann taldi það heimsku að skot ynnu ekki á því. Og þegar svo
synir hans vildu nota það sem afsökun fyrir litlum árangri við
reíadrápið, reis karl upp og sagði með nokkrum þjósti. „Eg
gegni því ekki að ekki sé hægt að skjóta skoffínið."
Einu sinni sem oftar kom Salómon að Valbjarnarvöllum í
heimsókn til bróður síns. Vafalaust hefur hann hugsað gott til að
gista þar, það var jafn gott og feitt sauðakjöt í öskum hús-
bændanna þar og ekki spillti að Sigurður var þó bróðir hans.
Eins og fyrr segir í þáttunum bar Salómon á sér hornspón og það
vissu auðvitað allir á Valbjarnarvöllum, ekki síst kvenfólkið og
því var honum aldrei borinn spónn með askinum sem öðru fólki.
Á þeim tíma var fólki þar borinn matur hverjum á sitt rúm og
fylgdi hornspónn ætíð með. En þegar Sigurður sér að Salómon
er ekki borinn spónn sem öðru fólki, kallar hann fram til eld-
húss: „Látið þið hann Salómon hafa spón.“ Þessu var engu
svarað frá eldhúsi, en Salómon svarar af hógværð. „Ég hef
spón.“ Þetta læst Sigurður ekki heyra en kallar enn: „Látið þið
hann Salómon hafa spón.“ „Ég hef spón maður," svarar Sal-
ómon nokkuð hvasst.
Ekki læst Sigurður heldur heyra, en kallar aftur. „Látið þið
hann Salómon hafa spón. En nú er Salómon orðinn reiður og
hvín: „Ertu heyrnarlaus mannskratti, hefurðu ekki heyrt að ég
segist hafa spón?“ Á þá Sigurður að hafa þagnað sennilega
búinn að ná tilgangi sínum að gera bróður sinn reiðan, e.t.v. í
þeim miður fróma tilgangi að losna við hann af bænum, ekki er
það kannski sennilegt. Því má ekki gleyma að á efri árum varð
Salómon holdsveikur, en ekkert er vitað hvenær sá sjúkdómur
varð á allra vitorði. Og úr þeim sjúkdómi andaðist hann af
ellikröm var sagt.
Ásgeir Bjarnason segist sem barn hafa séð Salómon sitja á
útidyraþröskuldi í Knarrarnesi og borða spónamat úr íláti
bendir til þess að þá hafi hann verið orðinn haldinn sjúk-
dómnum, enda hlýtur hann að hafa átt skammt eftir ólifað, og
að fólk hefur óttast sjúkdóminn mjög. Því í Knarrarnesi mun