Borgfirðingabók - 01.12.1981, Qupperneq 54
52
jafnan hafa ríkt mikil gestrisni, eins og oftast var á afskekktum
stöðum. Það hafa eyjabæir alltaf verið, þó vissulega væru þeir
fremur í þjóðbraut en nú, þá ferðuðust menn mest á bátum
meðfram ströndinni.
Brceður Salómons
Synir Bjarna Bjarnasonar af fyrra hjónabandi voru: Sigurður,
f. 1790, b. á Valbjarnarvöllum frá 1826-65. Tvíkvæntur: Fyrst
Þórunni Magnúsdóttur síðar Astríði Einarsdóttur og átti með
þeim mörg börn. Búa niðjar hans bæði hér á landi og í Vestur-
heimi.
Gísli, f. 1786, b. á Hvítsstöðum frá 1826-41, kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur, barnlaus.
Þorsteinn, f. 1788. Hann giftist ekki og átti ekki börn.
Asgeir Bjarnason í Knarrarnesi helgar Þorsteini nærri heila
blaðsíðu í Héraðssögu Borgarfjarðar II, bls. 173, í þætti, sem
hann nefnir „Förumenn og skrítnir menn.“ Sé þar rétt frá sagt,
hefur Þorsteinn varla verið með öllum mjalla. En af því að ég
efast um sannleiksgildið, — Asgeir var mjög ungur er hann sá
karlinn, — langar mig að bregða upp mynd af Þorsteini, — því
miður daufri, — eins og um hann var rætt heima á uppvaxtar-
árummínum. (A tímabilinu fyrir segjum 1912). Þvívarum hann
rætt, að hann var langafabróðir minn í föðurætt. Svo var sagt, að
Þorsteinn hefði orðið undarlegur í háttum af því stúlka hefði
brugðið heiti við hann. Ekki lagðist hann þó í flakk eins og dæmi
voru til að menn gerðu, er urðu fyrir slíkum vonbrigðum,
heldur varð hann hlédrægur meira en menn almennt og stund-
aði fjárgeymslu, og af henni fóru engar sögur. Fjárgeymsla, þó
að vel væri af hendi leyst, þótti síður í frásögur færandi, en
hornaleikir. Góðir fjármenn voru víða. Það hygg ég að jafnan
hafi smalamönnum þótt vænt um hvuttann sinn, t.d. séð um að
þeir væru ekki hýrudregnir í dallinum sínum, ef þess þurfti
með. Vitur hundur tók líka margan „smalakrókinn" af eiganda