Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 55
53
sínum. Mörg dæmi eru sögð af því, að þeir björguðu lífi manns
og hjarðar í fárvirðum með ratvísi sinni. „Hún er vitur hún
Táhvít,“ sagði smali er oft kom á heimili foreldra minna í
kaffileit, eftir daglangt rölt við fé sitt. „En smalinn eignar sér
féð,“ var gamalt máltæki, þó að hann ætti enga kind í hjörðinni.
Hins vissi ég engin dæmi að smalar létu hvuttann sinn sofa hjá
sér á nóttum. Islenskir smalahundar komu oft illa til reika úr
smalamennskum í hrossum og fé og í engu líkir stofurökkum
nútímans, en þess verður þó að gæta, að þrifnaður almennt
hefur sjálfsagt einnig verið minni en nú. Þegar ég fór að vita af
mér var Þorsteinn dáinn fyrir hálfri öld eða svo, og minningin
um ekki fyrirferðarmeiri mann en Þorstein virðist hafa verið,
því mjög tekin að fölna.
Af Gísla bónda á Hvítsstöðum fóru engar sögur, hann varð
ekki langlífur, mun hafaandast 1841.
Guðni Guðmundsson
Vegna þess að ég hefi í þessum þáttum um Salómon
Bjarnason mjög farið eftir því sem Guðni Guðmundsson frá
Leirulækjarseli haíði um þann mann að segja, þykir mér rétt að
minnast hans stuttlega. Hann er talinn til heimilis hjá foreldrum
mínum í Smiðjuhólsveggjum í 8 ár, þ.e. á tímabilinu frá 1898 til
1913 að báðum meðtöldum. Hin árin innan þessa tíma mun
hann hafa verið til heimils hjá Sigmundi syni sínum og konu
hans Herdísi Einarsdóttur í Krossnesi. Hann var þó oft lang-
dvölum á þessum bæjum til skiptis hvað sem heimilisfangi leið.
Konu sína Guðrúnu Þorkelsdóttur missti hann 1895.
Samkvæmt sóknarmannatali Alftanessóknar er hann 1881
talinn ráðsmaður í Leirulækjarseli og stýrir búi föður síns, sem
þá mun orðinn nær blindur. Eftir það telst hann bóndi eða
húsmaður á þeim bæ til ársins 1897, að hann ílyst með stjúp-
dóttur sinni Erlendínu Erlendsdóttur í Veggi, 1898.
Þau Guðni og Guðrún bjuggu lengst í húsmennsku eða þurra-