Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 56
54
búð í bæ sem hann byggði og var ýmist nefndur Hábær eða
Vindás. Þá mun hann hafa stundað sjó og lifað á því, kann þó að
hafa haft einhverja grasnyt.
Ekki mun Guðni hafa verið hneigður til búskapar, en víkingur
á sláttuvelli og beit vel ljár.
Fyrst og fremst var hann veiðimaður og aflakó til sjós og lands,
og fékkst við þá iðju meðan heilsan leyfði, en hann missti að
lokum sjón.
Guðni var bráðvel geflnn maður og hagyrðingur góður og lét
stundum vísur fjúka og er líklega eitthvað til enn af því í minni.
Hann var alvörumaður og trúmaður á sinnar aldar vísu og
enginn spéfugl, honum hætti áreiðanlega ekki til að gera sögu-
persónur sínar undarlegri en þær gáfu sjálfar tilefni til, það
hefði Guðni kallað ásetningsynd, en þær vildi hann um fram allt
forðast. Breyskleikasyndir gátu alla hent, því enginn er alfull-
kominn og höfðu í sér fólgna fyrirgefningu á efsta degi. Um
þetta voru unglingar látnir læra í kverinu. Þannig held ég að
Guðni hafi hugsað og fjöldi gamals fólks á f9. öld, og gerir e.t.v.
enn.
A dimmum vetrarkvöldum, sitjandi á rúmstokki eða kúptu
kistuloki, var ungum dreng það kærkomin kvöldstytting að
hlusta á Guðna segja slíkar sögur um undarlegar persónur eins
og Salómon, og glaðar stundir í spekúlantsskipum í Straum-
fjarðarröst, kannski stundum við skál. Þrátt fyrir að hinar síðar
nefndu sögur væru ekki síður litríkar í frásögn gamla mannsins
hafa þær þó fölnað meira í minninu, en tiltektir Salómons
Bjarnasonar.
Lokaorð
Hér er þessum þáttum af Salómoni Bjarnasyni lokið. Hans
tómstundagaman alla ævi var að safna hornum og leika sér að
þeim. í hornaleikjum sínum skóp hann sér sinn eigin heim í
fullu ósætti við samtíð sína. Samkynja fyrirbæri, þó að á öðrum
vettvangi sé, eru ekki óþekkt á vorum tíma. Af þessu hlaut hann