Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 57
55
auknefnið Horna-Salómon. Síðan þá, hefur hann verið talinn
einn af kynjakvistunum í h',.ganum, þótti skera sig úr innan um
blómin.
Haldi einhver, að ég búi eitthvað til af þessum sögum, er það
mikill misskilningur. Efnislega hef ég engu bætt við frá eigin
brjósti. Mitt hlutverk hefur aðeins verið að færa þætti þessa í
búning. Það er skylt að játa, að þeir eru fátæklegir
Salómon stígur hér fram úr skugga liðinnar aldar sem bráð-
snjall hagyrðingur sem oftast kemur langri sögu fyrir í einni
stöku. Stundum dálítið hæðinn, samanber „Á Beigalda í Borg-
arsveit," en getur líka bitið frá sér, þyki honum ástæða til, eins og
sjá má af viðskiptum þeirra nágrannanna. Syni sínum hlífir
hann heldur ekki, ef sá gállinn er á honum.
í blaðinu ,,Röðli“ í Borgarnesi 7. tbl. 1978, er Salómons getið
og hann talinn Sigurðsson, sem auðvitað er ekki rétt. I þeirri
grein er minnst á Krímusöguna, og sagt að Salómon hafi slátrað
aírinni, sem alls ekki er rétt. Allir sem þekktu sögu þessa í mínum
átthögum, þar á meðal Guðni Guðmundsson, sögðu að hún
hefði farist í Keldunni. Það verður að gera sér ljóst, að á þessum
tíma og lengi eftir það, var allur matur nýttur jafnvel kjöt af
pestdauðu fé. Tími Salómons var um fátt líkur okkar tíma í þeim
efnum.
Með því að segja Salómon slátra kindinni, er hlutur hans
gerður mjög slæmur, miklu verri en þó að hann hagnýtti sér
hræ. Á þessu tvennu er mikill munur. Á þeim árstíma sem hér
um ræðir hefur fé verið á húsi, og því auðvelt fyrir Salómon að
taka hvaða kind sem var úr hjörðinni. Hvergi verður ráðið af
oeinum sögnum sem mér eru kunnar, að hann hafí verið illa
innrættur og því ekki líklegur til slíkrar kvikindsku og þeirrar að
taka einmitt þá kind sem var með afbrigðilegum lit, einmitt þá á,
sem föður hans sárnaði meira að missa en hvíta. Auk þess hlaut
að bera minna á því þó hvít kind hyrfi heldur en mislit. í seinni
Krímuvísunni, sem ég man vel efnislega, fer hann ekki dult með
hvað þau gerðu við skrokkinn, suðu hann í kæfu og drápu henni
niður í kistlana, og hann segir, að ekki væri gott, ef einhver