Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 67
65
eftir að hann varð fyrir alvariegu umferðarslysi í ágúst þetta
sumar, tók Eiríkur Ingólfsson byggingameistari við verkstjórn
og framkvæmdastjórn.
Þetta var að sjálfsögðu langmesd og kostnaðarsamasti áfang-
inn við byggingu hússins. Á þessu fyrsta ári byggingarinnar var
unnið fyrir tæpar 37 milljónir að hönnunarkostnaði með-
töldum. Á næsta ári 1977 var unnið mun minna við félags-
heimilið, enda hefur fjármagn orðið að ráða framkvæmda-
hraða. Á því ári var húsið einangrað og múrhúðað. Það verk
unnu samkvæmt útboði þeir Axel Jónsson og Narfi Sigurþórs-
son, múrarameistarar frá Akranesi. Þá var unnið við vatnsleiðslu
og einnig við pípulagnir innan húss, sem Oskar Baldursson,
pípulagningameistari, nú veitingamaður, annaðist. Húsið er
rafhitað og var talsvert unnið við uppsetningu ofna og raflagna
þetta ár. Rafverktaki hússins í fyrstu og undirverktaki hjá Bygg-
ingarfélaginu Borg var Rafafl hf. í Borgarnesi. Síðar gerðist
Baldur Gíslason, rafvirkjameistari frá Akranesi, rafverktaki við
húsið. Hefur hann annast raflagnir og uppsetningu ljósa, bæði á
síðastliðnu ári og einnig nú.
Snemma í maí 1978 var hluti félagsheimilisins tekinn í notkun.
Hafði þá verið lokið við forstofu, fatahengi, snyrtingar og
fundasal. Einnig höfðu útihurðir verið smíðaðar. Smíði þeirra,
svo og skilrúm í snyrtingar og fleira annaðist Trésmiðjan K-14 í
Mosfellssveit samkvæmt ákveðnu tilboði í verkið. En uppsetn-
mgu og frágang þessa tréverks annaðist Þorvaldur Brynjólfsson
smiður á Hrafnabjörgum. Alla málningarvinnu við félags-
heimilið svo og flísa- og teppalagnir hafa þeir annast málara-
nteistararnir Hallur Bjarnason og Sveinn Teitsson á Akranesi.
Það var stór og mikill áfangi, þegar fyrsta hluta hússins var
lokið og við gátum aftur haldið mannfundi í eigin húsi. Hrepps-
nefndin hélt sinn fyrsta fund hér hinn 12. maí 1978. Þá var það
nukið ánægjuefni, að fyrsti mannfundurinn, sem hér var haldinn
Var fermingarveisla tveggja barna, sem fermd voru hinn 14. maí
fyrir tveimur árum. Það veit örugglega á gott, að þetta félags-
heimili skyldi í raun vera tekið í noktun með því að samfagna
5