Borgfirðingabók - 01.12.1981, Qupperneq 68
66
fermingarbörnum, sem hlotið höfðu blessun kirkjunnar og heit-
ið frelsara sínum fylgd og tryggð. Síðan hafa verið haldnar hér
fleiri fermingarveislur, brúðkaupsveislur, erfisdrykkjur, ýmiss
konar fundir, einkasamkvæmi, árshátíðir, þorrablót og margs
konar mannfagnaðir og svo mun verða í framtíð.
Seint á árinu 1978 var boðinn út fullnaðarfrágangur á hita- og
loftræsikerfi hússins. Á grundvelli þess útboðs var gerður samn-
ingur við Blikksmiðju Guðmundar Hallgrímssonar á Akranesi
og hefur hann annast það verk. Um svipað leyti buðum við út
smíði eldhúsinnréttingar, en hana ásamt ýmsu fleiru smíðaði
Trésmiðjan Akur á Akranesi. I sambandi við eldhúsinnrétt-
inguna vil ég geta þess, að hinn 15. október 1978 átti ég fund
með stjórn kvenfélags sveitarinnar, þar sem farið var yfir teikn-
ingar af innréttingu eldhússins. Margar og ágætar ábendingar
komu fram frá stjórn kvenfélagsins, sem ákveðið var að taka til
greina og var teikningum breytt til samræmis við það. Kven-
félagskonur tóku að sér að sauma og útvega gluggatjöld í húsið.
Enn fremur hafa þær lagt húsinu til hluta af búnaði í eldhús og
hafa tilkynnt, að þær hafi ákveðið að gefa „félagsheimilinu þann
borðbúnað og áhöld sem kvenfélagið á í húsinu.“ Vil ég hér með
færa kvenfélaginu alúðarþakkir fyrir áhuga og fórnfýsi í garð
félagsheimilisins.
Snemma á síðast liðnu ári, 1979, buðum við út einangrun og
innréttingar í sal, veitingasal.leiksvið og fleira, þar á meðal viðar-
klæðningu og gólf Lægsta tilboðið átti Hamarinn hf. í Hafnar-
firði, sem annaðist þennan verkhluta.
Á þessu ári hefur verið unnið við málningu, loftræsikerfi,
raflagnir og uppsetningu Ijósa. Leiktjöld hafa verið keypt, svo og
hátalarakerfi, mikið af búnaði í eldhús og fleira.
Enn þá er talsverð vinna eftir við félagsheimilið, einkum frá-
gangur þess að utan, frágangur í kjallara, smíði miðasöluklefa í
anddyri og ýmislegt fleira.