Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 69
67
Kostnaður
Heildarkostnaður við félagsheimilið til þessa nemur tæpum
110 milljónum króna, og er þá búnaður þess og hönnunar-
kostnaður meðtalinn. Þegar hafist var handa um byggingu þess
fyrir rúmum íjórum árum, var heildarkostnaður þess áætlaður
milli 50 og 60 milljónir, en síðan hefur byggingarvísitala meira
en fjórfaldast.
Af útlögðum byggingarkostnaði hefur Hvalfjarðarstrandar-
hreppur lagt fram 73,7 milljónir og Félagsheimilasjóður tæpar
20,3 milljónir að meðtöldum hluta sjóðsins í hönnunarkostnaði.
Brunabætur vegna hins gamla húss að meðtöldum vöxtum og
brunabótum vegna húsbúnaðar og innanstokksmuna, námu kr.
10.561.448. Félagsheimilasjóður gerði að sínum hluta fulla
kröfu til þessara bóta, einnig bóta vegna húsbúnaðar.
Gerð hússins og áhrif
Þetta félagsheimili er 620 ferm. að flatarmáli. Það er á margan
hátt sértætt að útliti og gerð. í þessum sal er óvenjulega hátt til
lofts eða allt að sex metrar og gluggarnir efst við rjáfur. Kannski
er þetta til að minna okkur á það, að við skulum horfa upp til
birtunnar, upp til himinsins, sem heiður og tær hvelfist yfir
fallega byggð og vill senda fólkinu, sem þar lifir, blessun sína og
heyra bænir þess og óskir. Og þegar horft er til hliðar út um
g^ogga veitingasalarins, sjáum við jörðina, sem við unnum,
birkikjarrið, grænt og gróskumikið á sumrin, en fölt og dauft á
Vetrum og minnir að því leyti á mannlífið, sem á sína grósku,
voxt og blóma, en einnig sína fölnun og visnun.
Eg hygg, að þetta hús muni orka nokkuð sterkt á fólk, að það
ntuni verða hér fyrir góðum hughrifum og finna, að húsið á sína
sál og sína töfra. Þetta er að sjálfsögðu fyrst og fremst verk
arkitektsins. Ég vil hér og nú færa honum alúðarþakkir fyrir
agætt verk og elskulegt samstarf. Hann hefur ráðið mestu um
gerð hússins, innréttingar, málningu og flest, er að byggingunni