Borgfirðingabók - 01.12.1981, Page 74
Frá ritnefnd
Lesendur góðir!
Eins og þegar hefur komið fram má rekja Ulurð rits þessa til
tillögu sem flutt var á aðalfundi sögufélagsins árið 1979 um
útgáfu ársrits.
Eftir að ritnefnd hafði verið skipuð hófst hún fljótlega handa
um efnisöflun og má segja, að hún hafi gengið nokkuð vel. Þess
vegna hefði ritið getað verið fyrr á ferðinni. En af ýmsum
ástæðum dróst útkoman, og var það þó ætlun ritnefndar að
koma því út um mitt þetta ár og verður vonandi svo í fram-
tíðinni. Og að sjálfsögðu ætlumst við.til, að þetta verði árviss
viðhurður.
En til þess þurfum við fulltingi ykkar, góðir lesendur. Allar
ábendingar um efni eru vel þegnar. Hafíð því samband við
ritnefnd ef þið eigið í fórum ykkar eða vitið af efni, sem þið
teljið, að eigi erindi fyrir almenningssjónir, ef ykkur finnst vanta
ákveðið efni eða einhverja þætti í ritið o.s.frv.
Nú er stór hluti ritsins n.k. annáll úr héraði. Upphaflega
ætlaði ritnefnd að hafa annan hátt á varðandi þetta efni, m.a. að
fá einn mann í hverjum hreppi til þess að skrifa um það helsta,
sem til tíðinda gæti talist. En hún komst fljótlega að þeirri
niðurstöðu, að þetta myndi verða of þungt í vöfum og hægast
væri að hafa þá aðferð, sem hér er viðhöfð. En af því leiðir, að
ýmislegt kann að vanta í þennan annál, sem frásagnarvert væri,
og biðjum við um ábendingar í því sambandi.
Að svo rituðu biðjum við ykkur vel njóta.