Borgfirðingabók - 01.12.1981, Side 79
77
Árið 1937 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Rannveigu
Jóhannsdóttur kennara frá Austurey í Laugardal. Bjuggu þau
fyrstu 6 árin í Stafholti, þá eitt ár í Stóru-Gröf en frá 1944 í
Litla-Skarði. Eignuðust þau þrjá syni, Jóhann, Sigurð og Guð-
björn.
Útför Ólafs fór fram frá Stafholti 2. febrúar 1980.
Þorsteinn Guðmundur Jóhannesson frá Haugum lést 1. febrúar
1980. Hann var fæddur á Járngerðarstöðum í Grindavík 25. maí
1893. Foreldrar hans voru þau hjónin Jóhannes Þórarinsson og
Guðbjörg Jóhannesdóttir. Þau hjón skildu þegar Þorsteinn var
barn að aldri og var honum þá komið fyrir á Hraunsnefi í
Norðurárdal. Faðir hans drukknaði 1905 þá formaður á báti frá
Stað í Grindavík, en móðir hans fer um aldamótin til Ameríku og
er ekki frekar vitað um afdrif hennar þar.
En Þorsteinn elst upp á Hraunsnefi hjá þeim hjónunum, Árna
Guðmundssyni og Ingibjörgu Marísdóttur, og átti þar heima til
1912. Þá fer hann vinnumaður til Jóhanns Eyjólfssonar í Sveina-
tungu og með honum að Brautarholti á Kjalarnesi. Þaðan fer
hann aftur að Hraunsnefi og er þar viðloðandi til 1921 ásamt
eiginkonu sinni, Margréti Finnsdóttur, en þau höfðu gifst árið
1918. Vorið 1922 flytja þau að Heyholti í Borgarhreppi í
„þurrabúðar húsmennsku“. Þar eru þau í 7 ár til vorsins 1929,
en taka þá á leigu jörðina Laufás í sama hreppi, en fara þaðan
árið 1940 að Litla-Fjalli. Árið 1949 kaupa synir hans Hauga í
Stafholtstungum og bjó Þorsteinn á hálfri jörðinni á móti öðrum
þeirra fram til 1960. Árið 1975 fór hann á Sjúkrahúsið á Akra-
nesi og átti þaðan ekki afturkvæmt.
Eftirlifandi kona hans er Margrét Finnsdóttir og eignuðust
þau 4 syni, Sigurð, Ágúst, Finnboga og Inga.
Útför hans var gerð frá Stafholti 9. febrúar 1980.
Svavar Hermannsson frá Glitsstöðum andaðist 28. mars 1980.
Hann var fæddur á Glitsstöðum í Norðurárdal 16. jan. 1914,
sonur hjónanna Hermanns Þórðarsonar kennara, og konu hans