Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 81
79
sonar og Solveigar Árnadóttur er þá bjuggu í Melkoti í Staf-
holtstungum en síðan á Flóðatanga. Hún var í foreldrahúsum
allt til 1937, flytur með móður sinni á Akranes um 1940 og búa
þaer þar saman til 1968 er móðir hennar lést. Skömmu síðar
flytur hún til Reykjavíkur og átti þar heima til dauðadags. Hin
síðari árin var hún langdvölum á sjúkrahúsum og að síðustu á
Elliheimilinu Grund þar sem hún lést. Jóhanna var heilsulítil allt
frá barnæsku, stundaði þó alrnenna vinnu þegar heilsa leyfði og
annaðist móður sína aldurhnigna af frábærri alúð og umhyggju.
Sveinsína Aðalheiður Sigurðardóttir, fædd 22. desember 1899 í
Melshúsum á Akranesi, dáin 14. apríl 1980 í Reykjavík. Foreldar
hennar voru Sigurður Jónsson í Melshúsum og kona hans Krist-
ín Árnadóttir Welding úr Hafnarfirði. Sveinsína var í hópi sjö
systkina sem upp komust. Júlíana, Arnbjörg, Sveinsína, Júlíus,
Arni, Sigurður, Kristinn og Ingileif. Eitt barnanna fæddist líf-
lítið og dó nýfætt. Sveinsína lifði lengst systkina sinna.
Sveinsína ólst upp í Melshúsum til 9 ára aldurs. Eftir það var
hún lítið heima. Mest var hún í Ferjukoti hjá móðursystur sinni,
Elísabetu Árnadóttur, konu Sigurðar Fjeldsted, og þeim hjón-
um. Um tvítugt fór hún austur í Vík í Mýrdal og var þar einn
vetur. Annan vetur var hún við nám í Reykjavík. Veturinn 1924
var hún á Akranesi. Þar giftist hún Jóni Magnúsi Jakobssyni frá
Varmalæk. Þau byrjuðu sambúð í Hafnarfirði en hófu búskap á
Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal, þar sem þau bjuggu síðan.
Magnús lést 23. apríl 1962. Þá hætti Sveinsína búskap.
Börn þeirra voru Jakob bóndi í Samtúni, Helgi á Snældu-
beinsstöðum, Sigurður á Bergi, sveinbarn, er lést í fæðingu,
Kristín og Herdís.
Eftir að Sveinsína brá búi 1962 dvaldi hún hjá börnum sínum
til skiptis, lengi hjá Helga á Snældubeinsstöðum þar sem hún var
þar til skömmu áður en hún lést á Landsspítalanum í Reykjavík.
Halla Jónsdóttir, fædd 26. september 1890 á Norður-Reykjum í
Hálsasveit, dáin 4. apríl 1980 á Akranesi. Foreldrar hennar voru